Gítarleikari The Script látinn aðeins 46 ára gamall Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 20:02 Mark Sheehan lést í dag eftir skammvinn veikindi. Mike Lewis/Getty Mark Sheehan, gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í dag aðeins 46 ára gamall. „Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn. Andlát Írland Tónlist Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn.
Andlát Írland Tónlist Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning