Hleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 12:18 Breki Logason samskiptastjóri ON segir stöðina vera barn síns tíma. ON Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri verður uppfærð á árinu til að bæta aðgengi fatlaðs fólks. Í dag kemst fólk í hjólastólum ekki að þeim. „Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag,“ segir Breki Logason, samskiptastjóri ON. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur verið bent á slæmt aðgengi að stöðinni. Sem er með steyptum stöplum og háum kanti. Áður hugað að árekstrarvörnum Samkvæmt Breka er stöðin ein af þeim allra fyrstu sem ON setti upp og ein af elstu hraðhleðslustöðvunum á Íslandi, frá árinu 2016. Á þessum tíma hafi frekar verið lögð áhersla á árekstrarvarnir en aðgengismál. Segir hann stöðina svo sannarlega vera barn síns tíma þó að hún hafi þjónað Akureyringum vel í gegnum árin. Á þeim tíma hafi rafbílar verið færri en 1 þúsund talsins en séu nú fleiri en 40 þúsund. Nýuppfærð hleðslustöð við Hof.ON „Allar stöðvar sem við setjum upp í dag eru hannaðar með þarfir hreyfihamlaðra í huga,“ segir Breki og bendir á að uppfærð hleðslustöð ON við Hof á Akureyri sé ein sú fullkomnasta á landinu. Þar séu engar árekstrarvarnir og skjárinn staðsettur fyrir fólk í sitjandi stöðu. „Stöðin við Glerártorg verður uppfærð á þessu ári en við höfum kosið að hafa hana opna frekar en að loka henni, þrátt fyrir að hún uppfylli ekki eðlilegar kröfur um aðgengi,“ segir Breki. Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Tengdar fréttir Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira
„Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag,“ segir Breki Logason, samskiptastjóri ON. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur verið bent á slæmt aðgengi að stöðinni. Sem er með steyptum stöplum og háum kanti. Áður hugað að árekstrarvörnum Samkvæmt Breka er stöðin ein af þeim allra fyrstu sem ON setti upp og ein af elstu hraðhleðslustöðvunum á Íslandi, frá árinu 2016. Á þessum tíma hafi frekar verið lögð áhersla á árekstrarvarnir en aðgengismál. Segir hann stöðina svo sannarlega vera barn síns tíma þó að hún hafi þjónað Akureyringum vel í gegnum árin. Á þeim tíma hafi rafbílar verið færri en 1 þúsund talsins en séu nú fleiri en 40 þúsund. Nýuppfærð hleðslustöð við Hof.ON „Allar stöðvar sem við setjum upp í dag eru hannaðar með þarfir hreyfihamlaðra í huga,“ segir Breki og bendir á að uppfærð hleðslustöð ON við Hof á Akureyri sé ein sú fullkomnasta á landinu. Þar séu engar árekstrarvarnir og skjárinn staðsettur fyrir fólk í sitjandi stöðu. „Stöðin við Glerártorg verður uppfærð á þessu ári en við höfum kosið að hafa hana opna frekar en að loka henni, þrátt fyrir að hún uppfylli ekki eðlilegar kröfur um aðgengi,“ segir Breki.
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Tengdar fréttir Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira
Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28