Kynntu nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og Harry Potter Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2023 14:11 HBO Max mun heita Max í maí. Miklar vendingar hafa orðið á streymisveitunni í kjölfar samrunna Discovery og Warner Bros.. Getty Streymisveitan HBO Max mun fá nýtt nafn, „Max“, á næstu vikum og til stendur að gera nýja þætti úr söguheimi Game of Thrones og um Harry Potter. Þetta kom fram á kynningu hjá Warner Bros. Discovery í gær. Þar kom fram að hefja ætti framleiðslu á þáttum sem kallast „A knight of the Seven Kingdoms: The Hedge Knight“. Þeir byggja á smásögum sem George R.R. Martin hefur skrifað og gerast um hundrað árum fyrir Game of Thrones. Sagan fylgir eftir riddaranum Ser Duncan the Tall, sem kallast Dunk, og Aegon V Targaryen, sem kallast Egg og er skjaldsveinn Dunk. Einnig er vert að benda á að tökur á annarri þáttaröð af House of the Dragon hófust á dögunum. Fyrsta stikla True Detective var einnig sýnd á kynningunni í gær. Ekki liggur fyrir hvenær Max verður aðgengilegt á Íslandi. HBO Max átti að koma til Íslands árið 2024. Sjá einnig: HBO Max ekki væntanleg til Íslands fyrr en 2024 Einnig var tilkynnt í gær að gera ætti þætti um Harry Potter. Hinir nýju þættir um Harry Potter eiga að byggja á sömu bókum og myndirnar gera og stendur til að gera eina þáttaröð um hverja bók um galdrastrákinn fræga og ævintýri hans. Forsvarsmenn Max tilkynntu einnig í gær að gera ætti þætti sem byggja á Mörgæsarmanninum í myndinni The Batman og mun Colin Farrell snúa aftur til að leika þennan fræga óvin Leðurblökumannsins. Stikla þáttanna The Regime var einnig sýnd í gær. Með Kate Winslet í aðalhlutverki. Þá var tilkynnt að verið væri að gera nýja grínþætti sem tengjast Big Bang Theory. Eins og með þættina um Dunk og Egg og Harry Potter var ekkert myndefni sýnt þar. On May 23, HBO Max is becoming Max The One To Watch for all of HBO, hit series, movies, reality, and more. #StreamOnMax pic.twitter.com/GYJ4yJtkhG— HBO Max (@hbomax) April 12, 2023 Game of Thrones Tengdar fréttir Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. 29. mars 2023 14:30 Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. 24. febrúar 2023 08:37 Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31 Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna. 8. ágúst 2022 12:54 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Þar kom fram að hefja ætti framleiðslu á þáttum sem kallast „A knight of the Seven Kingdoms: The Hedge Knight“. Þeir byggja á smásögum sem George R.R. Martin hefur skrifað og gerast um hundrað árum fyrir Game of Thrones. Sagan fylgir eftir riddaranum Ser Duncan the Tall, sem kallast Dunk, og Aegon V Targaryen, sem kallast Egg og er skjaldsveinn Dunk. Einnig er vert að benda á að tökur á annarri þáttaröð af House of the Dragon hófust á dögunum. Fyrsta stikla True Detective var einnig sýnd á kynningunni í gær. Ekki liggur fyrir hvenær Max verður aðgengilegt á Íslandi. HBO Max átti að koma til Íslands árið 2024. Sjá einnig: HBO Max ekki væntanleg til Íslands fyrr en 2024 Einnig var tilkynnt í gær að gera ætti þætti um Harry Potter. Hinir nýju þættir um Harry Potter eiga að byggja á sömu bókum og myndirnar gera og stendur til að gera eina þáttaröð um hverja bók um galdrastrákinn fræga og ævintýri hans. Forsvarsmenn Max tilkynntu einnig í gær að gera ætti þætti sem byggja á Mörgæsarmanninum í myndinni The Batman og mun Colin Farrell snúa aftur til að leika þennan fræga óvin Leðurblökumannsins. Stikla þáttanna The Regime var einnig sýnd í gær. Með Kate Winslet í aðalhlutverki. Þá var tilkynnt að verið væri að gera nýja grínþætti sem tengjast Big Bang Theory. Eins og með þættina um Dunk og Egg og Harry Potter var ekkert myndefni sýnt þar. On May 23, HBO Max is becoming Max The One To Watch for all of HBO, hit series, movies, reality, and more. #StreamOnMax pic.twitter.com/GYJ4yJtkhG— HBO Max (@hbomax) April 12, 2023
Game of Thrones Tengdar fréttir Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. 29. mars 2023 14:30 Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. 24. febrúar 2023 08:37 Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31 Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna. 8. ágúst 2022 12:54 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. 29. mars 2023 14:30
Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. 24. febrúar 2023 08:37
Streymisstríðið tekur stakkaskiptum Undanfarin ár hafa forsvarsmenn streymisveitna lagt allt kapp á að fjölga notendum, sama hvað það kostar. Samhliða miklum samdrætti í fjölgun notenda á markaðinum virðist sem þeim lið streymisstríðsins, sem samkeppnin milli streymisveitna er iðulega kölluð, sé lokið. Nú sé markmiðið að auka tekjur, draga úr kostnaði og reka streymisveitur með hagnaði. 12. ágúst 2022 14:31
Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna. 8. ágúst 2022 12:54