Senda keppinautunum ný klósett Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 11:01 Klósett og vaskar voru í henglum eftir stuðningsmenn FCK. Þeir létu svona illa eftir að hafa séð Hákon Arnar Haraldsson og félaga í FCK lúta í lægra haldi gegn Randers. @randers_FC/Getty Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar létu illa eftir svekkjandi 1-0 tap á útivelli gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og það hefur haft óvenjulegar afleiðingar. Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir. Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir.
Danski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira