„Það kallast að verjast þegar þú ert að sækja“ Jón Már Ferro skrifar 10. apríl 2023 16:48 Það var hart barist í Lautinni í dag. Vísir/Pawel „Maður fann það síðustu vikuna að páskarnir voru eiginlega bara fullir tillhlökkunar að æfa og bíða eftir þessum degi í rauninni,“ sagði Sindri Snær Magnússon, miðjumaður Keflavíkur eftir 1-2 sigur þeirra á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Keflavík óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Rétt fyrir hálfleik voru þeir komnir með völd á leiknum en vantaði meira bit á síðasta þriðjungi vallarins. „Þeir fengu eina góða sókn upp hægri kantinn, svona klafs, komast aftur fyrir okkur og fá færi. Síðan fannst mér við bara stjórna leiknum eiginlega allan tímann en tókum of margar snertingar. Mér fannst við vera með yfirburði alls staðar þannig séð. Við fengum fjögur fín dauðafæri á markteig og klafs inni í teig í fyrri hálfleik. Hefðum getað farið jafnt inn í hálfleik. Þeir fengu svosem líka alveg dauðafæri.“ Eftir því sem leið á leikinn féllu heimamenn alltaf neðar og neðar á völlinn. Í lokin voru þeir farnir að verjast mjög aftarlega. Þrátt fyrir það fengu heimamenn fínar skyndisóknir. Oftar en ekki voru þeir nálægt því að refsa Keflvíkingum. „Já mjög sætt og ógeðslega gaman, vorum búnir að bíða og þrýsta á þá. Maður fann að þeir voru orðnir þreyttir enda voru þrír leikmenn hjá þeim með krampa. Við fundum það og þegar við komum inn með ferska fætur og við fundum að þeir voru gjörsamlega búnir á því,“ sagði Sindri Snær. Margar breytingar voru gerðar á leikmannahópi Keflavíkur frá síðustu leiktíð. Þar af voru sjö byrjunarliðsmenn sem hurfu á braut. Axel Ingi Jóhannesson, hinn 18 ára gamli hægri bakvörður, byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild. „Það eru um það bil sjö nýjir byrjunarliðsmenn frá því úrslitakeppnin byrjaði í fyrra. Þetta er ágætur kjarni 6-7 leikmenn frá því í fyrra sem voru líka og við teljum okkur vera lykilleikmenn í þessu liði og þurfum að hjálpa hinum. Það er alltaf erfitt þegar koma sjö nýjir leikmenn, sex að byrja og einn 18 ára að byrja í fyrsta sinn í hægri bakverði. Þetta er ótrúlega sterkt,“ sagði Sindri Snær. Sami Kamel spilaði á vinstri kantinum og var mjög góður sóknarlega. Skoraði eitt mark og tók mikið til sín sóknarlega. Hann er 29 ára, réttfættur vinstri kantmaður. „Hann er búinn að vera góður síðan hann kom, er rosalega yfirvegaður á boltann og frábær skotmaður. Hann sýndi það í dag þegar hann lagði boltann fallega í markið. Hann gefur okkur ró framarlega á vellinum því hann er góður að halda boltanum,“ sagði Sindri Snær. Fylkir fékk mikið af skyndisóknum en vantaði oftar en ekki gæðin til að klára sóknirnar. „Þeir fá tvö ágætis færi í fyrri hálfleik, plús víti og tvö færi í seinni hálfleik. Það er allt eftir skyndisóknir. Það er kannski hvernig við staðsetjum okkur þegar þeir eru að sækja hratt á okkur. Það er auðvelt að laga það. Það kallast að verja þegar þú ert að sækja. Vita hvar við eigum að staðsetja okkur þegar við töpum boltanum,“ sagði Sindri Snær.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Fylkir Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira