Martröð Dele Alli heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 13:30 Dele Alli hefur ekki heillað í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira