„Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum“ Magnús Jochum Pálsson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 9. apríl 2023 21:07 Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur eiga rétt á vernd fyrir hækkunum og gagnrýnir núverandi kerfi. Vísir/Dúi Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum segir formaður neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðamótin. Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum. Neytendur Landbúnaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum.
Neytendur Landbúnaður Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira