Klopp biður stuðningsmenn Liverpool afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 12:45 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri hjá Liverpool en yfirstandandi leiktíð hefur ekki gengið vel. Getty/James Gill Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist bera alla ábyrgð á lélegu gengi liðsins í vetur en er sannfærður um að liðið muni nýta reynsluna til góðs síðar meir. Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira