Þessi 31 árs gamli kantmaður hefur spilað á Íslandi frá árinu 2016 og var hluti af liði Skagamanna sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
Hann er nú genginn til liðs við hitt liðið sem féll í fyrra, Leikni Reykjavík, og mun því leika með Breiðhyltingum í Lengjudeildinni í sumar.
Í tilkynningu Leiknismanna segir að hann geri samning út tímabilið og geti tekið þátt í leik liðsins gegn Árbæ í Mjólkurbikarnum á morgun.
Kaj Leo hefur leikið með ÍA, Val, ÍBV og FH hér á landi.