Lampard segir Mount vera lykilmann fyrir Chelsea Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 22:30 Frank Lampard fylgist með Mason Mount á æfingu Chelsea í dag. Vísir/Getty Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri hjá Chelsea í dag og var ekki lengi að hrósa Mason Mount en síðustu daga hefur verið rætt að Mount gæti verið á leið frá Stamford Bridge í sumar. Chelsea rak Graham Potter á dögunum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Frank Lampard var síðan í dag ráðinn knattspyrnustjóri út tímabilið en hann var einmitt rekinn frá Chelsea fyrir tæpum tveimur árum síðan. Luis Enrique er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Lundaúnaliðinu. Tækifæri Mount síðustu vikurnar hafa hins vegar verið af skornum skammti en samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hafa samningaviðræður um nýjan samning gengið brösuglega. Mount hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga og rætt að Jurgen Klopp vilji ólmur fá Mount til að styrkja miðsvæðið hjá Liverpool á næsta tímabili. Þegar Frank Lampard var áður knattspyrnustjóri Chelsea var Mason Mount einn af hans uppáhaldsleikmönnum en enginn lék fleiri mínútur undir stjórn Lampard hjá Chelsea. Það kom því fáum á óvart í dag þegar Lampard jós Mount lofi. „Mason hefur alltaf verið frábær leikmaður hjá mér, bæði hjá Derby og Chelsea,“ sagði Lampard á sínum fyrsta blaðamannafundi síðan hann tók við. „Ég veit að hann hefur verið í meiðslaveseni. Ég þarf að tala við hann og sjá hvar hanns tendur, en ég veit hvað ég fæ frá Mason. Hann er lykilmaður fyrir Chelsea.“ Liverpool have held 'positive' talks over a move for Mason Mount, while Manchester United are also interested pic.twitter.com/d25bga593V— GOAL (@goal) April 4, 2023 Þá sagði Lampard einnig að það hefði verið auðveld ákvörðun að snúa aftur þegar tækifærið gafst. „Þetta er mitt félag. Ég ber miklar tilfinningar til þess.“ „Ég kem hingað með þá trú að ég geti hjálpað þar til loka tímabilsins. Ég mun gera mitt allra besta til að færa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja. Það eru miklir hæfileikar í hópnum og ég er spenntur að vinna með þá hæfileika og hjálpa leikmönnunum.“ Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Chelsea rak Graham Potter á dögunum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Frank Lampard var síðan í dag ráðinn knattspyrnustjóri út tímabilið en hann var einmitt rekinn frá Chelsea fyrir tæpum tveimur árum síðan. Luis Enrique er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Lundaúnaliðinu. Tækifæri Mount síðustu vikurnar hafa hins vegar verið af skornum skammti en samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hafa samningaviðræður um nýjan samning gengið brösuglega. Mount hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga og rætt að Jurgen Klopp vilji ólmur fá Mount til að styrkja miðsvæðið hjá Liverpool á næsta tímabili. Þegar Frank Lampard var áður knattspyrnustjóri Chelsea var Mason Mount einn af hans uppáhaldsleikmönnum en enginn lék fleiri mínútur undir stjórn Lampard hjá Chelsea. Það kom því fáum á óvart í dag þegar Lampard jós Mount lofi. „Mason hefur alltaf verið frábær leikmaður hjá mér, bæði hjá Derby og Chelsea,“ sagði Lampard á sínum fyrsta blaðamannafundi síðan hann tók við. „Ég veit að hann hefur verið í meiðslaveseni. Ég þarf að tala við hann og sjá hvar hanns tendur, en ég veit hvað ég fæ frá Mason. Hann er lykilmaður fyrir Chelsea.“ Liverpool have held 'positive' talks over a move for Mason Mount, while Manchester United are also interested pic.twitter.com/d25bga593V— GOAL (@goal) April 4, 2023 Þá sagði Lampard einnig að það hefði verið auðveld ákvörðun að snúa aftur þegar tækifærið gafst. „Þetta er mitt félag. Ég ber miklar tilfinningar til þess.“ „Ég kem hingað með þá trú að ég geti hjálpað þar til loka tímabilsins. Ég mun gera mitt allra besta til að færa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja. Það eru miklir hæfileikar í hópnum og ég er spenntur að vinna með þá hæfileika og hjálpa leikmönnunum.“
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira