„Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 21:35 Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði Aftureldingar í kvöld. vísir/Diego Árni Bragi Eyjólfsson gat gengið sáttur frá dagsverkinu eftir öruggan átta marka sigur Aftureldingar gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-38. Árni skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga og var langmarkahæsti maður vallarins. „Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51