„Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 21:35 Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði Aftureldingar í kvöld. vísir/Diego Árni Bragi Eyjólfsson gat gengið sáttur frá dagsverkinu eftir öruggan átta marka sigur Aftureldingar gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-38. Árni skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga og var langmarkahæsti maður vallarins. „Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Sjá meira
„Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Sjá meira
Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51