„Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 21:35 Árni Bragi Eyjólfsson var frábær í liði Aftureldingar í kvöld. vísir/Diego Árni Bragi Eyjólfsson gat gengið sáttur frá dagsverkinu eftir öruggan átta marka sigur Aftureldingar gegn Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 30-38. Árni skoraði 13 mörk fyrir Mosfellinga og var langmarkahæsti maður vallarins. „Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
„Mér leið bara vel frá byrjun í rauninni. Það er fyndið að hugsa til þess að þetta var alveg eins og heimaleikurinn okkar á móti þeim. Við klikkum á færum og töpum boltum í byrjun, en um leið og við dettum í okkar gír þá vil ég meina að við hentum þeim frekar illa. Við erum með gott plan á móti þeim þannig við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik,“ sagði Árni Bragi í viðtali eftir leik. Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti í kvöld og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa til að byrja með, en Árni segir að hann hafi vitað að sínir menn myndu detta í gang. „Þetta er alltaf erfitt og við þurftum að hafa fyrir því að vinna okkur til baka. En þegar við náðum því þá fannst mér Selfyssingarnir svolítið brotna og þá var þetta orðið okkar leikur. Við erum bara búnir að vera það heitir og erum með það mikið sjálfstraust og þekkjum okkar leik vel. Við fundum það í byrjun að við vorum ekki í okkar gír, en ef við höldum bara áfram og smellum í hann þá erum við kannski ekki ósigrandi, en við erum drullu erfiðir.“ Eins og áður segir skoraði Árni 13 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld, en þar af voru átta úr hraðaupphlaupum og Árni segir það gera leikinn auðveldari bæði fyrir sig og liðið í heild. „Já bara hundrað prósent. Og allt liðið líka. Vörnin okkar og þristarnir, sérstaklega síðan í bikarnum, þá er vörnin okkar búin að vera fáránlega góð þessa dagana. Þá erum við með leyfi til að vera að stela og það bara hentaði vel í dag. Oft er maður líka pínu heppinn og boltinn var að detta þægilega fyrir okkur þannig maður var oft frekar mikið einn og Selfyssingarnir voru kannski mikið bara að horfa á boltann. Þannig að maður nýtti bara tækifærið.“ Þrátt fyrir það viðurkennir Árni að svona mörg hraðaupphlaup hafi kostað hann gríðarlega mikla orku. „Ég er orðinn súr núna ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En maður varður bara að sinna góðri endurheimt því nú eru bara þrír eða fjórir dagar í næsta leik. Við þurfum bara að klára okkar og markmiðið er að koma heitir inn í úrslitakeppnina.“ Afturelding mætir Stjörnunni í lokaumferð deildarkeppninnar, en liðið fer inn í þann leik með fjóra deildarsigra í röð á bakinu ásamt því að hafa tryggt sér bikarmeistaratitilinn fyrir rúmum mánuði. „Við töluðum um það í bikarnum að fyrir Aftureldingu í heild sinni og klúbbinn okkar þá var þetta léttir, en nú viljum við meira. Nú erum við bara að byggja ofan á það sjálfstraust sem við bjuggum okkur til þar. Við erum að hafa ógeðslega gaman að því að spila handbolta, við erum að fagna öllu og tölum um hvað allar æfingar eru skemmtilegar. Við erum á ógeðslega góðum stað og ætlum að nýta okkur það til fulls og vonandi skilar það sér í úrslitakeppnina,“ sagði Árni að lokum.
Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Tengdar fréttir Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Í beinni: Selfoss - Afturelding | Áhugaverður slagur á Selfossi Afturelding gerði góða ferð á Selfoss en liðið vann sannfærandi 38-30 þegar liðin áttust við í næststíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Set-höllinni í kvöld. 5. apríl 2023 20:51