„Vel gert hjá Grindavík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:02 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, hrósaði andstæðingum liðsins eftir leik. Vísir / Diego Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin. „Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Ég veit ekki númer hvað þessi úrslitakeppni er hjá mér á ferlinum en þetta var ekta keppnisleikur. Við vorum með yfirhöndina framan af og svo kemur Grindavík með þvílíkan karakter og gera þetta að leik. Það eru atriði sem ég er kannski ekkert sáttur með hjá mínum mönnum en ég verð að hrósa Grindavík. Þeir sýndu hvað er mikið í þá spunnið.“ Benedikt var ánægðari með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik en í þeim seinni. „Mér fannst við spila vel lengi vel og var nokkuð sáttur en það þarf að gera það í 40 mínútur ekki bara hluta af leiknum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum hjá okkur áður að við erum komnir með forskot sem við ætlum að verja. Það hefur aldrei skilað okkur neinu og við þurfum bara að halda áfram.“ Benedikt tók undir að hans menn hefðu látið kæruleysi ná tökum á sér. „Mér fannst það sérstaklega á sumum töpuðu boltunum. Við vorum orðnir hægir og staðir. Það átti að spila niður klukkuna og labba með boltann upp. Við getum ekki leyft okkur það. Þá komast þeir á bragðið. Það var stolinn bolti eftir stolinn bolti og þeir allt í einu komnir inn í þetta.Vel gert hjá Grindavík og þetta verður ennþá erfiðara í Grindavík í næsta leik.“ Benedikt var sammála því að pressan hafi verið mikil á Njarðvík að nýta heimavöllinn í fyrsta leik og þurfa ekki að fara til Grindavíkur 1-0 undir í einvíginu. „Pressan er alltaf á heimaliðinu í fyrsta leik. Nú færist pressan yfir á þá að verja sinn heimavöll. Sem betur fer stóðumst við þetta núna en við þurfum að skoða þennan fjórða leikhluta og fara vel yfir hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-84 | Heimamenn stóðu af sér áhlaup Grindvíkinga Njarðvík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur 87-84 í leik sem lengi vel leit út fyrir að ætla að verða mjög óspennandi. 4. apríl 2023 22:07