Hönnuður borðspilsins Catan látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 16:36 Klaus Teuber með spilinu sem breytti borðspilaheiminum. EPA Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið. Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið.
Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira