Messi hafnar launalækkun og líklegast að hann fari í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 14:01 Lionel Messi mun líklega flytja frá París í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Ólíklegt er að Lionel Messi komist að samkomulagi við PSG um nýjan samning og því allt útlit fyrir að hann yfirgefi félagið í sumar. Hann neitar að taka á sig launalækkun eins og PSG fer fram á. Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad. Franski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad.
Franski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira