Lokunin augljóst merki um mismunun Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. apríl 2023 22:04 Jón Karl Ólafsson er formaður Fjölnis. Vísir Forráðamenn íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi eru verulega ósáttir við borgina vegna lokunar skautasvellsins í Egilshöll í sumar og segja verið að mismuna milli íþróttagreina. Jón Karl Ólafsson formaður Fjölnis segir að ástæðan fyrir lokun sé sparnaður Reykjavíkurborgar. „Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum. Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Auðvitað skilur maður það að rekstur sé erfiður en þetta kemur mjög seint, við erum búnir að gera ráðstafanir. Síðustu tvö sumur hefur þetta námskeið verið í gangi í júnímánuði, sumarnámskeið þar sem við erum að kynna námskeiðið fyrir nýjum iðkendum. Við erum búnir að ráða þjálfara og ganga frá ráðningum þannig að við sitjum eftir með kostnað hjá okkur. En væntanlega er þetta sparnaður á einhverri húsaleigu sem þarna er um að ræða.“ Hann segir að Skautafélag Reykjavíkur, með aðsetur í Laugardalnum, muni líklega takast að halda opnu í sumar. „Mér skilst það að þeir ætli að reyna að kaupa tíma þar bara í gegnum aðrar leiðir. Og það er auðvitað það sem við viljum gjarnan taka samtal við borgina með líka. Því að það er í rauninni enginn sparnaður, svellið verður hérna, það verður ekkert tekið í burtu. Þannig að þetta mannvirki verður hérna til staðar og við hljótum að geta fundið einhverja leið til að finna möguleikann á því að geta haldið þessu starfi gangandi yfir sumarið.“ „Mjög mikilvægt fyrir félagið“ Jón Karl telur að um mismunun sé að ræða. Það sé bæði stefna Reykjavíkurborgar og íþróttafélagsins að auka fjölbreytni í íþróttastarfi. Þá segir hann nokkurn vöxt vera í íþróttinni, sem hann vill gjarnan sjá áfram. „Það er augljóst að þú gerir ekki þetta sem þú gerir þetta nema á svelli. Þú getur stundað margar aðrar íþróttir úti og þegar það fer að hlýna. En ís er forsenda fyrir skautum og um leið og þú lokar einu aðstöðunni sem við höfum til að gera það þá er það augljóst að þú ert að mismuna þeirri grein. Þannig að við viljum gjarnan að það komi fram að þetta starf er mjög mikilvægt fyrir félagið,“ segir Jón Karl að lokum.
Skautaíþróttir Fjölnir Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira