Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2023 18:50 Mikil væta verður á sunnan- og vestanverðu landinu um páskana. Vísir/Vilhelm Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. Spár gera ráð fyrir heldur leiðinlegu veðri um páskana í ár. Á skírdag verður þó hæglætisveður en hvessa fer á föstudaginn langa og mikil úrkoma verður á sunnan- og vestanverðu landinu, að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann segir að á föstudaginn langa verði suðaustan fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu og mikil rigning. Því verði ekkert ferðaveður á föstudaginn langa og hann mælir með því að fólk nýti skírdag til ferðalaga. Þá segir að hann að ekki muni viðra vel til skíðaiðkunar. Hvorki í Bláfjöllum þar sem verður hvasst og blautt, né á norður- og austurlandi, sem þó sleppa við úrkomuna. Þá segir hann að stytta muni upp eftir hádegi á laugardag en að önnur skil gangi yfir á páskadag með suðaustanátt og rigningu á suður- og suðausturlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun: Rigning suðaustantil, þurrt að kalla norðan- og austanlands, annars rigning með köflum eða skúrir. Hægari annað kvöld, kólnar talsvert og allsvíða slyddu- eða snjóél. Á miðvikudag:Suðvestan 3-10 sunnantil, skúrir og hiti 1 til 6 stig, en norðlæg átt, 3-8 m/s norðantil og slydda eða snjókoma með köflum. Hiti þar um eða undir frostmarki.Á fimmtudag (skírdagur):Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Dálítil él í flestum landshlutum Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost norðan heiða. Vaxandi suðaustanátt sunnantil um kvöldið.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðaustan 13-20 m/s og rigning sunnan- og vestanlands. Talsverð rigning sunnanlands. Hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 9 stig.Á laugardag:Sunnanátt, 5-13 með rigningu, en að mestu þurrt fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig.Á sunnudag (páskadagur):Útlit fyrir suðaustanátt, 8-15 m/s með rigningu um landið sunnanvert, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 4 til 11 stig. Veður Páskar Skíðasvæði Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Sjá meira
Spár gera ráð fyrir heldur leiðinlegu veðri um páskana í ár. Á skírdag verður þó hæglætisveður en hvessa fer á föstudaginn langa og mikil úrkoma verður á sunnan- og vestanverðu landinu, að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann segir að á föstudaginn langa verði suðaustan fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu og mikil rigning. Því verði ekkert ferðaveður á föstudaginn langa og hann mælir með því að fólk nýti skírdag til ferðalaga. Þá segir að hann að ekki muni viðra vel til skíðaiðkunar. Hvorki í Bláfjöllum þar sem verður hvasst og blautt, né á norður- og austurlandi, sem þó sleppa við úrkomuna. Þá segir hann að stytta muni upp eftir hádegi á laugardag en að önnur skil gangi yfir á páskadag með suðaustanátt og rigningu á suður- og suðausturlandi. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun: Rigning suðaustantil, þurrt að kalla norðan- og austanlands, annars rigning með köflum eða skúrir. Hægari annað kvöld, kólnar talsvert og allsvíða slyddu- eða snjóél. Á miðvikudag:Suðvestan 3-10 sunnantil, skúrir og hiti 1 til 6 stig, en norðlæg átt, 3-8 m/s norðantil og slydda eða snjókoma með köflum. Hiti þar um eða undir frostmarki.Á fimmtudag (skírdagur):Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Dálítil él í flestum landshlutum Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost norðan heiða. Vaxandi suðaustanátt sunnantil um kvöldið.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðaustan 13-20 m/s og rigning sunnan- og vestanlands. Talsverð rigning sunnanlands. Hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 9 stig.Á laugardag:Sunnanátt, 5-13 með rigningu, en að mestu þurrt fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig.Á sunnudag (páskadagur):Útlit fyrir suðaustanátt, 8-15 m/s með rigningu um landið sunnanvert, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 4 til 11 stig.
Veður Páskar Skíðasvæði Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Sjá meira