„Fólk er að missa sig af spennu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Njarðvíkingar hafa hug á að fagna Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en búast má við afar harðri baráttu. VÍSIR/BÁRA Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum. Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira