„Fólk er að missa sig af spennu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Njarðvíkingar hafa hug á að fagna Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en búast má við afar harðri baráttu. VÍSIR/BÁRA Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum. Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira