Héraðsdómari kærir Margréti fyrir meiðyrði Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2023 11:05 Margréti Friðriksdóttur hefur verið stefnt af héraðsdómara fyrir ummæli sín. Barbara Björnsdóttir, héraðsdómari, hefur kært Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra frettin.is, fyrir meiðyrði. Margrét var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins í fyrradag. Margrét staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en DV.is greindi fyrst frá. Í samtali við fréttastofu segir Margrét að fari málið fyrir dóm verði það skrautlegustu málaferli sögunnar. „Lögreglan verður að ákveða það hvort þetta fari í ákæru, það yrði mjög skrautlegt. Allir héraðsdómarar landsins yrðu vanhæfir og það þyrfti að kalla inn nýja dómara,“ segir Margrét sem vill meina að hún sé saklaus, hún hafi einungis verið að segja sannleikann. Ummælin sem um ræðir lét Margrét falla eftir að hún var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana í garð Semu Erlu Serdar. Vísir fjallaði um dóminn á sínum tíma. Í Facebook-færslu sem Margrét birti eftir að hún var sakfelld fór hún ófögrum orðum um Barböru og kallaði hana meðal annars siðblinda. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ skrifaði Margrét í færslu sem hún hefur nú eitt af síðu sinni. Vill Margrét meina að Barbara hafi ekki farið eftir siðareglum og að verið sé að berja hana niður með lygina að vopni. Verjandi hennar í málinu sem Sema höfðaði var Arnar Þór Jónsson en hann sagði sig frá málinu eftir að Margrét lét ummælin falla. Við tók Skúli Sveinsson sem er lögmaður Margrétar í máli Barböru. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Margrét staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en DV.is greindi fyrst frá. Í samtali við fréttastofu segir Margrét að fari málið fyrir dóm verði það skrautlegustu málaferli sögunnar. „Lögreglan verður að ákveða það hvort þetta fari í ákæru, það yrði mjög skrautlegt. Allir héraðsdómarar landsins yrðu vanhæfir og það þyrfti að kalla inn nýja dómara,“ segir Margrét sem vill meina að hún sé saklaus, hún hafi einungis verið að segja sannleikann. Ummælin sem um ræðir lét Margrét falla eftir að hún var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana í garð Semu Erlu Serdar. Vísir fjallaði um dóminn á sínum tíma. Í Facebook-færslu sem Margrét birti eftir að hún var sakfelld fór hún ófögrum orðum um Barböru og kallaði hana meðal annars siðblinda. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ skrifaði Margrét í færslu sem hún hefur nú eitt af síðu sinni. Vill Margrét meina að Barbara hafi ekki farið eftir siðareglum og að verið sé að berja hana niður með lygina að vopni. Verjandi hennar í málinu sem Sema höfðaði var Arnar Þór Jónsson en hann sagði sig frá málinu eftir að Margrét lét ummælin falla. Við tók Skúli Sveinsson sem er lögmaður Margrétar í máli Barböru.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27