Júlíus Viggó vill leiða Heimdall Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 21:24 Júlíus Viggó Ólafsson býður sig fram til formanns Heimdallar. Aðsend Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér í formannsæti Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Magnús Benediktsson er varaformannsefni framboðslistans en kosið verður í Valhöll á þriðjudaginn kemur. Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20