Væri búin að taka RÚV af auglýsingamarkaði væri það lausnin Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 20:30 Lilja Alfreðsdóttir sat fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2/Arnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, segir daginn í dag hvorki vera góðan fyrir fjölmiðlun né lýðræði í landinu. Hún segir yfirvöld hafa stóraukið stuðning við einkarekna fjölmiðla og að hún væri búin að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði væri það lausnin við vanda fjölmiðla á borð við Fréttablaðið, sem gefið var út í hinsta sinn í morgun. Tilkynnt var um það í dag að útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar hafi verið hætt. Sigmundur Ernir Rúnarsson, síðasti ritstjóri Fréttablaðsins og einn þeirra um eitt hundrað sem misstu vinnuna í dag, sagði í dag að dagurinn væri sorgardagur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu. Þá hafa gagnrýnisraddir vegna stuðnings, eða skorts á stuðningi, yfirvalda við einkarekna fjölmiðla. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera,“ sagði Sigmundur Ernir til að mynda. Þá líkir framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði við engisprettuplágu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sá ráðherra sem fjölmiðlamál heyra undir, mætti í sett í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða fall Fréttablaðsins. Hún segir að ekki hafi myndast pólitísk sátt um það að taka RÚV af auglýsingamarkaði og að búið væri að gera það ef það væri lausn við vanda fjölmiðla. Erlendir miðlar séu miklu frekar það sem taki auglýsingatekjur frá íslenskum miðlum. Vill ríkið af auglýsingamarkaði Lilja segir að í nýrri fjármálaáætlun séu tekin skref til þess að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Til að mynda verði styrkir til þeirra hækkaðir og kerfi verði komið á laggirnar sem hvetji fólk til þess að verða áskrifendur að fjölmiðlum. Þannig sé sama leið farin og í nágrannaríkjum okkar. Hins vegar hafi ríkisfjölmiðlar á Norðurlöndunum ekki verið á auglýsingamarkaði líkt og RÚV hefur alla tíð verið. „Ég ætla ekki að fara að verja það varðandi RÚV, og bara til að segja þér alveg eins og er, ég mundi telja að það væri miklu æskilegra að ríkið væri ekki á þessum markaði. Hins vegar er bara ekki sátt um það og ég verð að sætta mig við það,“ segir Lilja en neitar að gefa upp hvar málið strandi innan ríkisstjórnarinnar. Sindri Sindrason þjarmaði að Lilju Alfreðsdóttur varðandi stöðu fjölmiðlunar á Íslandi.Stöð 2/Arnar Tekjuöflunarmódelið gangi ekki upp lengur Lilja segir að núverandi tekjuöflunarmódel fjölmiðla gangi ekki lengur upp, hvorki hér á landi né erlendir. Erlendir miðlar ryksugi upp auglýsingatekjur og vera RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki mikil áhrif. Til að mynda fari 73 prósent af öllum auglýsingatekjum í Svíþjóð út fyrir landsteinana. Ef það væri lausnin að við mundum taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá værum við löngu búin að gera það. Frakkar og Spánverjar fóru í þessar aðgerðir og veistu hvað gerðist? Þetta fór ekkert inn á innlendu miðlana. Þetta fór líka á Facebook og Google. Ef ég hefði verið sannfærð um það, Sindri, að þetta væri lausnin, þá hefði ég gert það,“ segir Lilja. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar hafi verið hætt. Sigmundur Ernir Rúnarsson, síðasti ritstjóri Fréttablaðsins og einn þeirra um eitt hundrað sem misstu vinnuna í dag, sagði í dag að dagurinn væri sorgardagur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu. Þá hafa gagnrýnisraddir vegna stuðnings, eða skorts á stuðningi, yfirvalda við einkarekna fjölmiðla. „Það er þverpólitísk sátt um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisfjölmiðillinn. Hinir mega svo gott sem eiga sig. Það þekkja allir sem reka einkarekna fjölmiðla í dag að það er mjög hart sótt að þeim af hinu opinbera,“ sagði Sigmundur Ernir til að mynda. Þá líkir framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði við engisprettuplágu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sá ráðherra sem fjölmiðlamál heyra undir, mætti í sett í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða fall Fréttablaðsins. Hún segir að ekki hafi myndast pólitísk sátt um það að taka RÚV af auglýsingamarkaði og að búið væri að gera það ef það væri lausn við vanda fjölmiðla. Erlendir miðlar séu miklu frekar það sem taki auglýsingatekjur frá íslenskum miðlum. Vill ríkið af auglýsingamarkaði Lilja segir að í nýrri fjármálaáætlun séu tekin skref til þess að styrkja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Til að mynda verði styrkir til þeirra hækkaðir og kerfi verði komið á laggirnar sem hvetji fólk til þess að verða áskrifendur að fjölmiðlum. Þannig sé sama leið farin og í nágrannaríkjum okkar. Hins vegar hafi ríkisfjölmiðlar á Norðurlöndunum ekki verið á auglýsingamarkaði líkt og RÚV hefur alla tíð verið. „Ég ætla ekki að fara að verja það varðandi RÚV, og bara til að segja þér alveg eins og er, ég mundi telja að það væri miklu æskilegra að ríkið væri ekki á þessum markaði. Hins vegar er bara ekki sátt um það og ég verð að sætta mig við það,“ segir Lilja en neitar að gefa upp hvar málið strandi innan ríkisstjórnarinnar. Sindri Sindrason þjarmaði að Lilju Alfreðsdóttur varðandi stöðu fjölmiðlunar á Íslandi.Stöð 2/Arnar Tekjuöflunarmódelið gangi ekki upp lengur Lilja segir að núverandi tekjuöflunarmódel fjölmiðla gangi ekki lengur upp, hvorki hér á landi né erlendir. Erlendir miðlar ryksugi upp auglýsingatekjur og vera RÚV á auglýsingamarkaði hafi ekki mikil áhrif. Til að mynda fari 73 prósent af öllum auglýsingatekjum í Svíþjóð út fyrir landsteinana. Ef það væri lausnin að við mundum taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá værum við löngu búin að gera það. Frakkar og Spánverjar fóru í þessar aðgerðir og veistu hvað gerðist? Þetta fór ekkert inn á innlendu miðlana. Þetta fór líka á Facebook og Google. Ef ég hefði verið sannfærð um það, Sindri, að þetta væri lausnin, þá hefði ég gert það,“ segir Lilja.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Auka prentútgáfu Heimildarinnar eftir fráhvarf Fréttablaðsins Fjölmiðillinn Heimildin verður gefin út á prenti einu sinni í viku. Aðstandendur miðilsins hafa skoðað aukna prentútgáfu undanfarnar viku en endanleg ákvörðun var tekin í dag vegna fráhvarfs Fréttablaðsins. Áður hafði Heimildin komið út tvisvar sinnum í mánuði. 31. mars 2023 16:44
Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10