Edda Falak dæmd fyrir brot á friðhelgi einkalífsins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2023 15:59 Edda Falak þarf einnig að greiða konunni 900 þúsund krónur í málskostnað. Vísir/Vilhelm Edda Falak hefur verið dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins fyrir að hafa spilað tiltekið hljóðbrot í þættinum Eigin konur. Viðmælandi þáttarins sagðist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af hálfu móður og spilaði hljóðupptökur af samtölum þeirra mæðgna. Móðirin höfðaði því mál á hendur Eddu Falak vegna spilunar hljóðbrotsins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum sem kvað upp dóm í dag. Mbl.is greinir fyrst frá. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi fallið móðurinni í vil. Miskabótakrafan var upp á fimm milljónir króna en héraðsdómari taldi 400 þúsund krónur nægjanlegar bætur. Sjá einnig: Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Eins og fyrr segir voru spilaðar hljóðupptökur í umræddum þætti af samskiptum mægðnanna. Á upptökunum mátti meðal annars heyra móðurina segja: „ég þoli þig ekki,“ samkvæmt því sem spilað var í þættinum. Dóttirin sagði móðurina hafa sagt: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“. Edda Falak birti aðra hljóðupptöku sambærilegs efnis sama dag á síðu Eigin kvenna á Instagram. Við færsluna á Instagram stóð að svona væri að eiga „narsisíska móður“ og að hegðun móðurinnar væri tegund af djúpstæðu ofbeldi. Viðkvæm einkasamtöl innan veggja heimilis Móðirin byggði á því fyrir héraðsdómi að brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til friðhelgi einkalífsins. Hlaðvarp Eddu Falak, Eigin konur, hafi verið fjölmiðill og beri hún því ritstjórnarlega ábyrgð á birtingu hljóðupptakanna. Þá bar hún einnig fyrir sig að Edda Falak hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis, brotið persónuverndarlög og siðareglur Blaðamannafélagsins. Hún lagði áherslu á að hljóðupptökurnar hafi verið persónugreinanlegar og slitnar úr samhengi. Ótækt væri að persónugreinanlegar upptökur, brot af einkasamtölum innan veggja heimilis á viðkvæmum stundum, væru gerðar opinberar með þessum hætti. Þá sagði móðirin einnig að hljóðupptökurnar hafi engu máli skipt fyrir efni þáttarins; að umfjöllunin hafi ekki misst marks þó hljóðupptakan hafi ekki verið spiluð. Það hafi átt að upplýsa hana um fyrirhugaða umfjöllun, svo hún gæti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Ekki hafi verið gefið leyfi fyrir birtingunni í samræmi við persónuverndarlög. Dóttirin hafi hulið andlit Edda Falak mótmælti því að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs móðurinnar. Réttur til tjáningar sé rýmri í þágu fjölmiðlunar og birting hafi verið nauðsynleg til að draga fram „alvarleika þess ofbeldis,“ sem dóttirin hafi lýst, eins og fram kemur í héraðsdómi. Því var mótmælt að brotið hafi verið gegn hátternis- og siðareglum blaðamanna, þvert á móti hafi þeirra verið gætt í hvívetna. Dóttirin hafi hulið andlit sitt í þættinum og nafnleyndar hafi verið gætt. Edda Falak vísaði einnig til þess að hljóðupptakan hafi verið stytt, eins og fréttamenn „geri gjarnan.“ Auðvelt hafi verið að sannreyna sannleiksgildi frásagnarinnar. Þá sagði hún í málatilbúnaði sínum að móðirin hafi beitt dóttur sína andlegu ofbeldi frá barnsaldri. Hafi einhver þekkt rödd móðurinnar á upptöku megi alfarið rekja það til „ólíðandi framkomu [móðurinnar] í garð barns.“ Hún bæri ein ábyrgð á slíku. Hægt að breyta rödd móðurinnar Héraðsdómari tók fram strax í upphafi að hlaðvarp Eddu Falak teldist vera fjölmiðill. Hún bæri því ábyrgð á efni sem birt væri í hlaðvarpinu. Þá væri talið að upplýsingarnar væru persónugreinanlegar enda sannað að móðirin hafi fengið skilaboð frá vinum og vandamönnum eftir birtingu þáttarins. Vitni, sem leidd voru fyrir dóm og tengdust móðurinni, báru á sama veg. Móðirin hefði ekki mátt gera ráð fyrir því að einkasamtöl innan veggja heimilisins yrðu tekin upp og gerð opinber. Hins vegar var talið að umfjöllun Eddu hafi rúmast innan rúmra marka tjáningarfrelsis vegna þess að umræðan ætti erindi við almenning. Fjölmiðlum beri samt sem áður skylda til að virða friðhelgi einkalífs og það hafi ekki tekist. Hljóðupptakan hafi verið spiluð undir lok þáttar, og því mögulegt að sleppa birtingu hennar, eða einfaldlega breyta rödd móðurinnar á upptökunni. Friðhelgi einkalífs móðurinnar var því talið vega þyngra en tjáningarfrelsi Eddu Falak með birtingu hljóðupptakanna. Í því fælist ólögmæt meingerð. Eddu Falak ber því að greiða móðurinni 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf hún einnig að greiða málskostnað móðurinnar, 900 þúsund krónur. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. 16. febrúar 2023 20:37 Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9. mars 2023 11:19 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Móðirin höfðaði því mál á hendur Eddu Falak vegna spilunar hljóðbrotsins. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í mánuðinum sem kvað upp dóm í dag. Mbl.is greinir fyrst frá. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi fallið móðurinni í vil. Miskabótakrafan var upp á fimm milljónir króna en héraðsdómari taldi 400 þúsund krónur nægjanlegar bætur. Sjá einnig: Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Eins og fyrr segir voru spilaðar hljóðupptökur í umræddum þætti af samskiptum mægðnanna. Á upptökunum mátti meðal annars heyra móðurina segja: „ég þoli þig ekki,“ samkvæmt því sem spilað var í þættinum. Dóttirin sagði móðurina hafa sagt: „væri betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“. Edda Falak birti aðra hljóðupptöku sambærilegs efnis sama dag á síðu Eigin kvenna á Instagram. Við færsluna á Instagram stóð að svona væri að eiga „narsisíska móður“ og að hegðun móðurinnar væri tegund af djúpstæðu ofbeldi. Viðkvæm einkasamtöl innan veggja heimilis Móðirin byggði á því fyrir héraðsdómi að brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til friðhelgi einkalífsins. Hlaðvarp Eddu Falak, Eigin konur, hafi verið fjölmiðill og beri hún því ritstjórnarlega ábyrgð á birtingu hljóðupptakanna. Þá bar hún einnig fyrir sig að Edda Falak hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis, brotið persónuverndarlög og siðareglur Blaðamannafélagsins. Hún lagði áherslu á að hljóðupptökurnar hafi verið persónugreinanlegar og slitnar úr samhengi. Ótækt væri að persónugreinanlegar upptökur, brot af einkasamtölum innan veggja heimilis á viðkvæmum stundum, væru gerðar opinberar með þessum hætti. Þá sagði móðirin einnig að hljóðupptökurnar hafi engu máli skipt fyrir efni þáttarins; að umfjöllunin hafi ekki misst marks þó hljóðupptakan hafi ekki verið spiluð. Það hafi átt að upplýsa hana um fyrirhugaða umfjöllun, svo hún gæti komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Ekki hafi verið gefið leyfi fyrir birtingunni í samræmi við persónuverndarlög. Dóttirin hafi hulið andlit Edda Falak mótmælti því að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs móðurinnar. Réttur til tjáningar sé rýmri í þágu fjölmiðlunar og birting hafi verið nauðsynleg til að draga fram „alvarleika þess ofbeldis,“ sem dóttirin hafi lýst, eins og fram kemur í héraðsdómi. Því var mótmælt að brotið hafi verið gegn hátternis- og siðareglum blaðamanna, þvert á móti hafi þeirra verið gætt í hvívetna. Dóttirin hafi hulið andlit sitt í þættinum og nafnleyndar hafi verið gætt. Edda Falak vísaði einnig til þess að hljóðupptakan hafi verið stytt, eins og fréttamenn „geri gjarnan.“ Auðvelt hafi verið að sannreyna sannleiksgildi frásagnarinnar. Þá sagði hún í málatilbúnaði sínum að móðirin hafi beitt dóttur sína andlegu ofbeldi frá barnsaldri. Hafi einhver þekkt rödd móðurinnar á upptöku megi alfarið rekja það til „ólíðandi framkomu [móðurinnar] í garð barns.“ Hún bæri ein ábyrgð á slíku. Hægt að breyta rödd móðurinnar Héraðsdómari tók fram strax í upphafi að hlaðvarp Eddu Falak teldist vera fjölmiðill. Hún bæri því ábyrgð á efni sem birt væri í hlaðvarpinu. Þá væri talið að upplýsingarnar væru persónugreinanlegar enda sannað að móðirin hafi fengið skilaboð frá vinum og vandamönnum eftir birtingu þáttarins. Vitni, sem leidd voru fyrir dóm og tengdust móðurinni, báru á sama veg. Móðirin hefði ekki mátt gera ráð fyrir því að einkasamtöl innan veggja heimilisins yrðu tekin upp og gerð opinber. Hins vegar var talið að umfjöllun Eddu hafi rúmast innan rúmra marka tjáningarfrelsis vegna þess að umræðan ætti erindi við almenning. Fjölmiðlum beri samt sem áður skylda til að virða friðhelgi einkalífs og það hafi ekki tekist. Hljóðupptakan hafi verið spiluð undir lok þáttar, og því mögulegt að sleppa birtingu hennar, eða einfaldlega breyta rödd móðurinnar á upptökunni. Friðhelgi einkalífs móðurinnar var því talið vega þyngra en tjáningarfrelsi Eddu Falak með birtingu hljóðupptakanna. Í því fælist ólögmæt meingerð. Eddu Falak ber því að greiða móðurinni 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf hún einnig að greiða málskostnað móðurinnar, 900 þúsund krónur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. 16. febrúar 2023 20:37 Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9. mars 2023 11:19 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Móðir viðmælanda Eigin kvenna í mál við Eddu Falak Móðir konu sem rætt var við í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál gegn þáttastjórnanda þáttanna, Eddu Falak. Hún vill meina að upptökur sem spilaðar voru í þættinum hafi verið teknar án hennar vitundar. 16. febrúar 2023 20:37
Móðir viðmælanda Eddu Falak krefst fimm milljóna í bætur Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur krefst þess að stjórnandi þáttarins, Edda Falak, greiði sér fimm milljónir í bætur vegna hljóðbrots sem var spilað í þættinum. 9. mars 2023 11:19