Hlynur Bæringsson: Það verður enginn betri en ég 41 árs Jón Már Ferro skrifar 30. mars 2023 22:26 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Arnar Stjarnan vann KR í Frostaskjólinu í kvöld 100-118 í Subway-deild karla í körfubolta. Hlynur Bæringsson, skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og spilaði 17 mínútur þegar Garðbæingar komust í úrslitakeppnina á kostnað Hattar sem tapaði á móti föllnu liði ÍR. „Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira