Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 13:31 Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson og stjörnuleikmaðurinn Aliyah Collier hnakkrifust í leikhléi Njarðvíkur á Hlíðarenda í gær. Stöð 2 Sport Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira