Segir aðgerðirnar ekki duga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. mars 2023 12:29 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30