Grunaður um að hafa siglt undir fölsku flaggi á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 20:46 Fram kemur að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan á því stendur. Maðurinn er grunaður er um að hafa búið og starfað hér frá árinu 2021 á grundvelli dvalarleyfis á nafni annars manns. Hann er einnig grunaður um skjalafals og peningaþvætti, auk þess að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Sterkar vísbendingar eru uppi um að nokkur fjöldi einstaklinga geti mögulega tengst sakarefni málsins. Maðurinn framvísaði dvalarleyfi sem virðist vera með ljósmynd af honum sjálfum en í gögnum sem framvísað var til að afla dvalarleyfis fyrir þennan einstakling hérlendis gefur á að líta ljósmynd af öðrum manni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi einnig haft mikið magn af reiðufé undir höndum við handtöku en hann hafi gefið afar takmarkaðar upplýsingar um þá fjármuni. Þá var hann einnig með umtalsvert magn af umsóknareyðublöðum og gögnum um aðra einstaklinga í fórum sínum. Tveir aðrir handteknir Fram kemur í hinum kærða úrskurði að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga eða koma undan gögnum. Því sé nauðsynlegt að hann sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Lögregla hefur lagt hald á töluvert af gögnum og munum, meðal annars fjölda skilríkja sem talin eru fölsuð, sem brýnt er að rannsaka. Þá er rökstuddur grunur um að aðrir aðilar kunni að tengjast málinu en tveir aðrir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn þess. Fyrir liggur að taka þarf ítarlegri skýrslu af manninum og þeim tveimur einstaklingum sem handteknir voru ásamt honum auk annarra sem kunna að tengjast málinu. Dómur Landsréttar. Dómsmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Maðurinn framvísaði dvalarleyfi sem virðist vera með ljósmynd af honum sjálfum en í gögnum sem framvísað var til að afla dvalarleyfis fyrir þennan einstakling hérlendis gefur á að líta ljósmynd af öðrum manni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi einnig haft mikið magn af reiðufé undir höndum við handtöku en hann hafi gefið afar takmarkaðar upplýsingar um þá fjármuni. Þá var hann einnig með umtalsvert magn af umsóknareyðublöðum og gögnum um aðra einstaklinga í fórum sínum. Tveir aðrir handteknir Fram kemur í hinum kærða úrskurði að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga eða koma undan gögnum. Því sé nauðsynlegt að hann sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Lögregla hefur lagt hald á töluvert af gögnum og munum, meðal annars fjölda skilríkja sem talin eru fölsuð, sem brýnt er að rannsaka. Þá er rökstuddur grunur um að aðrir aðilar kunni að tengjast málinu en tveir aðrir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn þess. Fyrir liggur að taka þarf ítarlegri skýrslu af manninum og þeim tveimur einstaklingum sem handteknir voru ásamt honum auk annarra sem kunna að tengjast málinu. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira