Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 20:45 Viktor Gísli í leik kvöldsins. Twitter@HBCNantes Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira
Fyrri leik liðanna lauk með 32-32 jafntefli og því var allt undir í kvöld. Heimamenn í Nantes byrjuðu leikinn af krafti og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14-11. Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn var stirður. Soooo close!@HBCNantes vs @SPRWisla #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/e72NngmTdm— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Gestirnir frá Póllandi voru hins vegar sterkari aðilinn í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum yfir þegar aðeins 50 sekúndur lifðu leiks. Nantes tókst að skora tvisvar áður en flautan gall og staðan þegar leiknum lauk 27-27. Þar sem báðir leikirnir enduðu með jafntefli var gripið til vítakeppni, þeirrar fyrstu síðan 2010. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn en öll þeirra fimm vítaköst enduðu í netinu á meðan Kauldi Odriozola Yeregui brenndi af í liði Nantes. Przemyslaw Krajewski secures @SPRWisla their #ehfcl quarter-final spot with a pin-point final penalty - look at the celebrations! pic.twitter.com/PGtnL8BAFN— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Þýðir það að Wisła Płock er óvænt komið áfram þar sem Nantes endaði í 3. sæti B-riðils á meðan Płock endaði í 6. sæti B-riðils. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki Nantes en átti þó þessa mögnuðu vörslu hér að neðan. Þá stóð hann í marki Nantes í vítakeppninni. Samt ákvað þjálfari Nantes að nota alla þrjá markverði sína í kvöld en þeir Ivan Pesic og Manuel Gaspar fengu einnig að spreyta sig. Hallgrímsson again for @HBCNantes #MOTW | #ehfcl pic.twitter.com/mTgjrXELcC— EHF Champions League (@ehfcl) March 29, 2023 Ásamt Wisła Płock eru Kiel, Kielce, Barcelona, París Saint-Germain og Magdeburg komin áfram í 8-liða úrslit. Á morgun kemur í ljós hvort Íslendingaliðin Veszprém og Álaborg komist einnig áfram.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira