„Mér finnst þetta bara óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2023 22:01 Sigga Dóra fór í mælingu hjá Greenfit fyrir þremur árum síðan. vísir Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis. Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00