Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2023 17:02 Fjármálaráðherra rakti verk ríkisstjórnarinnar og framtíðarhorfur. Vísir/Vilhelm Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað. Þetta er meðal þess sem fram kom við kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Ráðherra fór hratt yfir sögu og sagði mikilvægt að tapa ekki trú landsmanna á því að tak næðist á verðbólgu. Þó hún væri lægri en víða í Evrópu þá væri staðan að mörgu leyti alvarlegri enda væri jafnvægi að nást hraðar úti í heimi en hér. „Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sýnir þá stefnu ríkisstjórnarinnar að beita ríkisfjármálunum með markvissum hætti til að sporna gegn verðbólgu og frekari hækkun vaxta með auknu aðhaldi, tekjuöflun og frestun framkvæmda. Á sama tíma er staðinn vörður um mikilvæga grunnþjónustu sem ríkisstjórnin hefur eflt með verulegum hætti á undanförnum árum á grundvelli sterkrar stöðu ríkissjóðs. Þá verður sérstaklega stutt við þá hópa sem síst geta mætt áhrifum hærri verðbólgu líkt og áður hefur verið gert með stuðningsaðgerðum stjórnvalda í gegnum heimsfaraldur og á liðnu ári,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Upptöku af kynningunni má sjá að neðan. Síðustu misseri hafi náðst mikill og skjótur árangur við að bæta afkomu ríkissjóðs og útlit fyrir að staðan í ár verði betri en bjartsýnustu sviðsmyndir fyrri áætlana bentu til. „Fyrir hálfu öðru ári var það markmið sett í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að stöðva hækkun skulda sem hlutfall af landsframleiðslu eigi síðar en árið 2026 og innan seilingar er að þessu markmiði verði þegar náð í lok þessa árs.“ Ráðherrar fara yfir málin rétt fyrir fund.Vísir/Vilhelm Í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 er gert ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs verði 74 ma.kr. betri í ár en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Hann verður því jákvæður um 24 ma.kr. gangi áætlanir eftir. Í jákvæðum frumjöfnuði felst að tekjur ársins eru hærri en útgjöld að frátöldum vaxtatekjum og -gjöldum. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem frumjöfnuður er jákvæður og næst sá áfangi ári fyrr en síðasta fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. Afgangur á frumjöfnuði er mikilvægur áfangi í að stöðva hækkun skuldahlutfallsins og stórt skref í átt að því að heildarjöfnuður verði aftur jákvæður undir lok áætlunartímabilsins. Gangi núverandi áætlanir eftir verður batinn til þess að ríkissjóður heldur nokkuð aftur af eftirspurn og þar með verðbólguþrýstingi árið 2023. Mun lægri skuldahlutföll hins opinbera Hraður bati á frumjöfnuði ríkissjóðs og öflugur efnahagsbati hefur leitt til þess að skuldahlutföll ríkissjóðs og hins opinbera eru mun lægri en áður var gert ráð fyrir. Í fjármálaáætlun 2021-2025 var gert ráð fyrir að skuldir hins opinbera yrðu um 55% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Raunin er að hlutfallið nemur 40% af landsframleiðslu og er nokkuð lágt í alþjóðlegum samanburði. Jafnvægi náð að nýju Afleiðingar af innrás Rússa í Úkraínu og hraður vöxtur hagkerfisins eigi ríkan þátt í aukningu verðbólgu. „Þrátt fyrir að vera lægri hér en að meðaltali í ESB er verðbólgan áhyggjuefni, og mikilvægt að draga úr henni. Ísland kom inn í núverandi verðbólgutíma af sterkum byrjunarreit þegar horft er til kaupmáttar og þróunar lífskjara. Mikilvægt er að almenningur haldi í miklar kjarabætur síðustu ára og þær verði ekki langvarandi verðbólgu að bráð.“ Hlutverk ríkisins við þessar aðstæður séu að draga sig í auknum mæli í hlé og halda áfram að bæta afkomuna. Með því sé unnið gegn verðbólgu og viðskiptahalla. Á sama tíma sjáist í fjármálaáætlun markviss stuðningur við þá hópa sem síst geta mætt aukinni verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kallaði í samhengi við 1% aukinn tekjuskatt á lögaðila eftir stuðningi frá fyrirtækjum í landinu. Minnti hún á hvernig ríkisstjórnin hefði stutt fyrirtækin í gegnum kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Þungar vaxtagreiðslur ríkissjóðs og endurlán til opinberra aðila þýða hins vegar að ríkissjóður mun taka þó nokkra fjármuni að láni ár hvert þótt frumjöfnuður sé orðinn jákvæður. Árið 2024 er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði 48 ma.kr. í vexti. Við það bætast 49 ma.kr. í reiknaða vexti af ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum og verðbætur.“ Til þess að draga úr vaxtabyrði sé áhrifamest að róa að því öllum árum að halda verðbólgu í skefjum og skuldum sem lægstum. Undir lok áætlunarinnar sé gert ráð fyrir að frumjöfnuður verði jákvæður um 1,3% af VLF og skuldir ríkissjóðs verði komnar niður í 30% af VLF. Sameiginlegt verkefni Miklu skipti að áframhaldandi jákvæð þróun afkomu og skuldahlutfalla gangi eftir. „Til skemmri tíma leggst fjármálaáætlun á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu aftur að markmiði sem fyrst. Af hálfu stjórnvalda er lögð skýr áhersla á að sýna aðhald, forgangsraða og draga úr þensluhvetjandi aðgerðum. Þannig verður almenn aðhaldskrafa tvöfölduð, úr 1% í 2%, utan þess að aðhaldskrafa á skóla verður 0,5%. Jafnframt verður sérstakt viðbótarprósent aðhalds sett á aðalskrifstofur Stjórnarráðsins. Hins vegar verða lögregluembætti undanskilin aðhaldskröfu á árunum 2024–2025 og fangelsi, heilbrigðis- og öldrunarstofnanir auk almanna- og sjúkratrygginga undanskilin út áætlunartímabilið.“ Áfram unnið að frekari sameiningu ríkisstofnana Áhersla verði á að minnka útgjaldaramma í rekstri ríkisins yfir tímabil fjármálaáætlunar með því að nýta tækifæri í stafvæðingu, innkaupum og húsnæðismálum stofnana. Áhersla verði á sameiningar minni rekstrareininga, aukinn samrekstur og samnýtingu aðstöðu. Fækkun fermetra í skrifstofu¬húsnæði ríkisins er ætlað að skila sparnaði sem nemur um 2 ma.kr. á ári í lok tímabils. „Gerð verður sérstök hagræðingakrafa á samninga ríkisins sem eru eldri en fimm ára með það að markmiði að ríkisaðilar bjóði þá út í samræmi við lög um opinber innkaup og ná þannig um 4 ma.kr sparnaði árlega.“ Samhliða aukinni stafvæðingu aukist skilvirkni í starfsemi stofnana og geti þannig myndast svigrúm til þess að hagræða samhliða starfsmannaveltu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að full ferð yrði áfram í ýmsum verkefnum, eins og framkvæmd nýs Landspítala. Önnur verkefni sem ekki eru komin til framkvæmda fara í bið.Vísir/Vilhelm „Í því samhengi má nefna að ef ákveðið yrði að endurráða ekki í helming starfa þeirra sem fara á eftirlaun á næstu fimm árum, að frátöldu framlínustarfsfólki, gæti hagræðingin numið um 7 ma.kr. á ári uppsafnað í lok tímabilsins. Áframhaldandi sókn í stafrænni þjónustu er forsenda þess að slíkum árangri verði náð, en þær stofnanir sem eru komnar hvað lengst í stafvæðingu sjá nú fram á allt að 50% aukna framleiðni.“ Dregið úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla Mikill árangur hafi náðst í rafvæðingu bílaflotans og framboð hagkvæmra bíla aukist. Undanfarin ár hafa verið veittar skattaívilnanir vegna kaupa vistvænna bíla. Á síðastliðnu ári hefur verið dregið úr stuðningnum, í fyrsta lagi þegar VSK-ívilnun vegna tengiltvinnbíla lauk í maí 2022 og í öðru lagi með lækkun á fjárhæð VSK-ívilnunar vegna hreinorkubíla um áramótin úr 1.560 þús.kr. í 1.320 þús.kr. á hvern bíl. Áætlað er að heildarfjárhæð VSK-ívilnana á rafbílum nemi 10,2 ma.kr. á árinu 2023. „Þessi upphæð lækkar talsvert á næsta ári, en til að halda áfram stuðningi við fjölbreytt orkuskiptaverkefni verða alls veittir 7,5 ma.kr. í Orkusjóð á árinu 2024. Gert er ráð fyrir að sú fjárhæð lækki aftur frá og með 2026 í 5 ma.kr. árlega. Áréttað er að þótt dregið verði úr stuðningi til kaupa á rafbílum verður eftir sem áður fjárhagslegur hvati fyrir heimili og fyrirtæki til þess að skipta út bifreiðum sem knúnar eru með jarðefnaeldsneyti vegna lægri rekstrarkostnaðar.“ Þá verði hlutfall endurgreiðslu VSK af framkvæmdum við íbúðarhúsnæði lækkað úr 60% í 35% frá miðju ári 2023, en þannig er slegið á þenslu strax á þessu ári. Nýtt og sterkara hagkerfi Ráðherra segir að undanfarin ár hafi íslenskt hagkerfi gjörbreyst til hins betra og haldi áfram að þróast hröðum skrefum, ekki síst á grunni nýrra og öflugra stoða atvinnulífsins í landinu. „Fjárfest er sem aldrei fyrr í rannsóknum og þróun og störfum í hátækni- og iðngreinum hefur fjölgað um tvö þúsund á tveimur árum. Útflutningstekjur í hugverkaiðnaði jukust um 17% að nafnvirði milli 2020 og 2022 og þar eru verulegir vaxtarmöguleikar. Miklar fjárfestingar eru í farvatninu í landeldi og íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri sókn. Ferðaþjónusta hefur náð fyrri hæðum eftir heimsfaraldur. Fá samfélög eru betur sett til að nýta sér umbyltinguna í loftslags- og orkumálum heimsins.“ 30 þúsund störf frá heimsfaraldri Gróskan í samfélaginu hafi skilað sér í betri lífskjörum en víðast hvar. Atvinnuleysi sé með minnsta móti, en öflug sókn hafi skilað nærri 30 þúsund störfum frá því þau voru fæst í faraldrinum. Ráðherrar fylgjast með ráðherra.vísiR/vilhelm „Kaupmáttur fólks hefur aukist verulega og kaupmáttur launa meðal lægst launuðu stétta á almennum vinnumarkaði jókst að jafnaði 2022 þrátt fyrir aukna verðbólgu. Skattar hafa lækkað, laun hækkað mikið og bætur almannatrygginga verið auknar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna var 200 ma.kr. meiri árið 2022 en 2019 og aldrei hafa fleiri keypt sína fyrstu íbúð en árin 2020 og 2021. Frá því að mælingar hófust hafa vanskil heimilanna á lánum hafa ekki verið minni en árið 2022.“ Forgangsraðað í þágu vaxtar Samhliða aðhaldi í rekstri ríkisins verði forgangsraðað í þágu áframhaldandi styrkingar innviða og frekari verðmætasköpunar. Sem fyrr sé áhersla á að nýta vöxtinn í atvinnulífinu og sölu ríkiseigna til að fjárfesta í sterkara samfélagi. „Stærsta einstaka verkefni tímabilsins er uppbygging nýs Landspítala. Heildaráætlun verkefnisins, samtals 211 ma.kr., nær til 2030 og inniheldur gríðarmikla uppbyggingu við Hringbraut, Grensás, tæki og búnað, þróunarverkefni og upplýsingatækni. Í heildaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdum við meðferðarkjarna og rannsóknarhús ljúki á árinu 2027.“ Áframhaldandi uppbygging Landspítala sé ráðgerð í heildaráætlun á árunum 2028–2030. Í áfanganum felist framtíðarfyrirkomulag geðþjónustu og endurnýjun eldri bygginga ásamt fleiri verkefnum. Slegið á létta strengi fyrir fund.Vísir/vilhelm „Áfram verður stutt við bætt kjör tekjulágra og afkoma fólks varin. Ráðist hefur verið í fjölmargar aðgerðir í því skyni síðustu misseri, en þar má m.a. nefna mikla tekjuskattslækkun, hækkanir bóta almannatrygginga, hækkun húsnæðis- og vaxtabóta auk hærri skerðingarmarka, tæplega tvöföldun frítekjumarks örorkulífeyrisþega, sérstakan barnabótaauka auk vinnu við einföldun og eflingu barnabótakerfisins. Þá verður á tímabili fjármálaáætlunar unnið að heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem felur meðal annars í sér aukna áherslu á stuðning fyrr í veikindaferlinu en nú er, fyrirbyggjandi aðgerðir á vinnumarkaði og endurskoðun á fjárhæðum greiðsluflokka með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu.“ Milljarður í áframhaldandi styrkingu háskólastigsins Áfram verði fjárfest í vaxtartækifærum framtíðar. „Þar má nefna 1 ma.kr. í sérstaka styrkingu háskólastigsins sem fer stigvaxandi í 2 ma.kr. á tímabilinu. Þá verða framlög vegna aukinnar áherslu á verknám aukin og nema við lok tímabilsins 600 m.kr. Þá verður áfram stutt við rannsóknir og þróun og hækkar framlag til nýsköpunarfyrirtækja um 1,9 ma.kr. 2024 og áður tímabundið fjármagn í sjóði gert varanlegt. Á tímabili áætlunarinnar verður 3 ma. kr. veitt í auknar rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar og 2,2 ma. kr. í öflugra eftirlit með fiskeldi, sem er grein í stöðugum vexti. Loks má nefna að Ísland mun áfram styðja við Úkraínu af krafti, en 750 m.kr. verður sérstaklega varið í varnartengd verkefni fyrir Úkraínu á næsta ári líkt og á yfirstandandi ári.“ Í fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 felist skýr sýn að mati ráðherra. „Til skemmri tíma, að draga úr þenslu og verðbólgu á sama tíma og staðinn er vörður um lífskjör þeirra sem mest þurfa. Til lengri tíma, að leggja grunninn fyrir enn frekari vöxt í íslensku samfélagi með sterkari stoðum, fleiri tækifærum og vaxandi lífskjörum.“ Fylgst var með gangi mála við kynninguna í vaktinni hér að neðan.
Þetta er meðal þess sem fram kom við kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Ráðherra fór hratt yfir sögu og sagði mikilvægt að tapa ekki trú landsmanna á því að tak næðist á verðbólgu. Þó hún væri lægri en víða í Evrópu þá væri staðan að mörgu leyti alvarlegri enda væri jafnvægi að nást hraðar úti í heimi en hér. „Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sýnir þá stefnu ríkisstjórnarinnar að beita ríkisfjármálunum með markvissum hætti til að sporna gegn verðbólgu og frekari hækkun vaxta með auknu aðhaldi, tekjuöflun og frestun framkvæmda. Á sama tíma er staðinn vörður um mikilvæga grunnþjónustu sem ríkisstjórnin hefur eflt með verulegum hætti á undanförnum árum á grundvelli sterkrar stöðu ríkissjóðs. Þá verður sérstaklega stutt við þá hópa sem síst geta mætt áhrifum hærri verðbólgu líkt og áður hefur verið gert með stuðningsaðgerðum stjórnvalda í gegnum heimsfaraldur og á liðnu ári,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Upptöku af kynningunni má sjá að neðan. Síðustu misseri hafi náðst mikill og skjótur árangur við að bæta afkomu ríkissjóðs og útlit fyrir að staðan í ár verði betri en bjartsýnustu sviðsmyndir fyrri áætlana bentu til. „Fyrir hálfu öðru ári var það markmið sett í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að stöðva hækkun skulda sem hlutfall af landsframleiðslu eigi síðar en árið 2026 og innan seilingar er að þessu markmiði verði þegar náð í lok þessa árs.“ Ráðherrar fara yfir málin rétt fyrir fund.Vísir/Vilhelm Í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 er gert ráð fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs verði 74 ma.kr. betri í ár en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Hann verður því jákvæður um 24 ma.kr. gangi áætlanir eftir. Í jákvæðum frumjöfnuði felst að tekjur ársins eru hærri en útgjöld að frátöldum vaxtatekjum og -gjöldum. Það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem frumjöfnuður er jákvæður og næst sá áfangi ári fyrr en síðasta fjármálaáætlun gerði ráð fyrir. Afgangur á frumjöfnuði er mikilvægur áfangi í að stöðva hækkun skuldahlutfallsins og stórt skref í átt að því að heildarjöfnuður verði aftur jákvæður undir lok áætlunartímabilsins. Gangi núverandi áætlanir eftir verður batinn til þess að ríkissjóður heldur nokkuð aftur af eftirspurn og þar með verðbólguþrýstingi árið 2023. Mun lægri skuldahlutföll hins opinbera Hraður bati á frumjöfnuði ríkissjóðs og öflugur efnahagsbati hefur leitt til þess að skuldahlutföll ríkissjóðs og hins opinbera eru mun lægri en áður var gert ráð fyrir. Í fjármálaáætlun 2021-2025 var gert ráð fyrir að skuldir hins opinbera yrðu um 55% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Raunin er að hlutfallið nemur 40% af landsframleiðslu og er nokkuð lágt í alþjóðlegum samanburði. Jafnvægi náð að nýju Afleiðingar af innrás Rússa í Úkraínu og hraður vöxtur hagkerfisins eigi ríkan þátt í aukningu verðbólgu. „Þrátt fyrir að vera lægri hér en að meðaltali í ESB er verðbólgan áhyggjuefni, og mikilvægt að draga úr henni. Ísland kom inn í núverandi verðbólgutíma af sterkum byrjunarreit þegar horft er til kaupmáttar og þróunar lífskjara. Mikilvægt er að almenningur haldi í miklar kjarabætur síðustu ára og þær verði ekki langvarandi verðbólgu að bráð.“ Hlutverk ríkisins við þessar aðstæður séu að draga sig í auknum mæli í hlé og halda áfram að bæta afkomuna. Með því sé unnið gegn verðbólgu og viðskiptahalla. Á sama tíma sjáist í fjármálaáætlun markviss stuðningur við þá hópa sem síst geta mætt aukinni verðbólgu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kallaði í samhengi við 1% aukinn tekjuskatt á lögaðila eftir stuðningi frá fyrirtækjum í landinu. Minnti hún á hvernig ríkisstjórnin hefði stutt fyrirtækin í gegnum kórónuveirufaraldurinn.Vísir/Vilhelm „Þungar vaxtagreiðslur ríkissjóðs og endurlán til opinberra aðila þýða hins vegar að ríkissjóður mun taka þó nokkra fjármuni að láni ár hvert þótt frumjöfnuður sé orðinn jákvæður. Árið 2024 er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði 48 ma.kr. í vexti. Við það bætast 49 ma.kr. í reiknaða vexti af ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum og verðbætur.“ Til þess að draga úr vaxtabyrði sé áhrifamest að róa að því öllum árum að halda verðbólgu í skefjum og skuldum sem lægstum. Undir lok áætlunarinnar sé gert ráð fyrir að frumjöfnuður verði jákvæður um 1,3% af VLF og skuldir ríkissjóðs verði komnar niður í 30% af VLF. Sameiginlegt verkefni Miklu skipti að áframhaldandi jákvæð þróun afkomu og skuldahlutfalla gangi eftir. „Til skemmri tíma leggst fjármálaáætlun á sveif með Seðlabankanum við að ná verðbólgu aftur að markmiði sem fyrst. Af hálfu stjórnvalda er lögð skýr áhersla á að sýna aðhald, forgangsraða og draga úr þensluhvetjandi aðgerðum. Þannig verður almenn aðhaldskrafa tvöfölduð, úr 1% í 2%, utan þess að aðhaldskrafa á skóla verður 0,5%. Jafnframt verður sérstakt viðbótarprósent aðhalds sett á aðalskrifstofur Stjórnarráðsins. Hins vegar verða lögregluembætti undanskilin aðhaldskröfu á árunum 2024–2025 og fangelsi, heilbrigðis- og öldrunarstofnanir auk almanna- og sjúkratrygginga undanskilin út áætlunartímabilið.“ Áfram unnið að frekari sameiningu ríkisstofnana Áhersla verði á að minnka útgjaldaramma í rekstri ríkisins yfir tímabil fjármálaáætlunar með því að nýta tækifæri í stafvæðingu, innkaupum og húsnæðismálum stofnana. Áhersla verði á sameiningar minni rekstrareininga, aukinn samrekstur og samnýtingu aðstöðu. Fækkun fermetra í skrifstofu¬húsnæði ríkisins er ætlað að skila sparnaði sem nemur um 2 ma.kr. á ári í lok tímabils. „Gerð verður sérstök hagræðingakrafa á samninga ríkisins sem eru eldri en fimm ára með það að markmiði að ríkisaðilar bjóði þá út í samræmi við lög um opinber innkaup og ná þannig um 4 ma.kr sparnaði árlega.“ Samhliða aukinni stafvæðingu aukist skilvirkni í starfsemi stofnana og geti þannig myndast svigrúm til þess að hagræða samhliða starfsmannaveltu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að full ferð yrði áfram í ýmsum verkefnum, eins og framkvæmd nýs Landspítala. Önnur verkefni sem ekki eru komin til framkvæmda fara í bið.Vísir/Vilhelm „Í því samhengi má nefna að ef ákveðið yrði að endurráða ekki í helming starfa þeirra sem fara á eftirlaun á næstu fimm árum, að frátöldu framlínustarfsfólki, gæti hagræðingin numið um 7 ma.kr. á ári uppsafnað í lok tímabilsins. Áframhaldandi sókn í stafrænni þjónustu er forsenda þess að slíkum árangri verði náð, en þær stofnanir sem eru komnar hvað lengst í stafvæðingu sjá nú fram á allt að 50% aukna framleiðni.“ Dregið úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla Mikill árangur hafi náðst í rafvæðingu bílaflotans og framboð hagkvæmra bíla aukist. Undanfarin ár hafa verið veittar skattaívilnanir vegna kaupa vistvænna bíla. Á síðastliðnu ári hefur verið dregið úr stuðningnum, í fyrsta lagi þegar VSK-ívilnun vegna tengiltvinnbíla lauk í maí 2022 og í öðru lagi með lækkun á fjárhæð VSK-ívilnunar vegna hreinorkubíla um áramótin úr 1.560 þús.kr. í 1.320 þús.kr. á hvern bíl. Áætlað er að heildarfjárhæð VSK-ívilnana á rafbílum nemi 10,2 ma.kr. á árinu 2023. „Þessi upphæð lækkar talsvert á næsta ári, en til að halda áfram stuðningi við fjölbreytt orkuskiptaverkefni verða alls veittir 7,5 ma.kr. í Orkusjóð á árinu 2024. Gert er ráð fyrir að sú fjárhæð lækki aftur frá og með 2026 í 5 ma.kr. árlega. Áréttað er að þótt dregið verði úr stuðningi til kaupa á rafbílum verður eftir sem áður fjárhagslegur hvati fyrir heimili og fyrirtæki til þess að skipta út bifreiðum sem knúnar eru með jarðefnaeldsneyti vegna lægri rekstrarkostnaðar.“ Þá verði hlutfall endurgreiðslu VSK af framkvæmdum við íbúðarhúsnæði lækkað úr 60% í 35% frá miðju ári 2023, en þannig er slegið á þenslu strax á þessu ári. Nýtt og sterkara hagkerfi Ráðherra segir að undanfarin ár hafi íslenskt hagkerfi gjörbreyst til hins betra og haldi áfram að þróast hröðum skrefum, ekki síst á grunni nýrra og öflugra stoða atvinnulífsins í landinu. „Fjárfest er sem aldrei fyrr í rannsóknum og þróun og störfum í hátækni- og iðngreinum hefur fjölgað um tvö þúsund á tveimur árum. Útflutningstekjur í hugverkaiðnaði jukust um 17% að nafnvirði milli 2020 og 2022 og þar eru verulegir vaxtarmöguleikar. Miklar fjárfestingar eru í farvatninu í landeldi og íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri sókn. Ferðaþjónusta hefur náð fyrri hæðum eftir heimsfaraldur. Fá samfélög eru betur sett til að nýta sér umbyltinguna í loftslags- og orkumálum heimsins.“ 30 þúsund störf frá heimsfaraldri Gróskan í samfélaginu hafi skilað sér í betri lífskjörum en víðast hvar. Atvinnuleysi sé með minnsta móti, en öflug sókn hafi skilað nærri 30 þúsund störfum frá því þau voru fæst í faraldrinum. Ráðherrar fylgjast með ráðherra.vísiR/vilhelm „Kaupmáttur fólks hefur aukist verulega og kaupmáttur launa meðal lægst launuðu stétta á almennum vinnumarkaði jókst að jafnaði 2022 þrátt fyrir aukna verðbólgu. Skattar hafa lækkað, laun hækkað mikið og bætur almannatrygginga verið auknar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna var 200 ma.kr. meiri árið 2022 en 2019 og aldrei hafa fleiri keypt sína fyrstu íbúð en árin 2020 og 2021. Frá því að mælingar hófust hafa vanskil heimilanna á lánum hafa ekki verið minni en árið 2022.“ Forgangsraðað í þágu vaxtar Samhliða aðhaldi í rekstri ríkisins verði forgangsraðað í þágu áframhaldandi styrkingar innviða og frekari verðmætasköpunar. Sem fyrr sé áhersla á að nýta vöxtinn í atvinnulífinu og sölu ríkiseigna til að fjárfesta í sterkara samfélagi. „Stærsta einstaka verkefni tímabilsins er uppbygging nýs Landspítala. Heildaráætlun verkefnisins, samtals 211 ma.kr., nær til 2030 og inniheldur gríðarmikla uppbyggingu við Hringbraut, Grensás, tæki og búnað, þróunarverkefni og upplýsingatækni. Í heildaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdum við meðferðarkjarna og rannsóknarhús ljúki á árinu 2027.“ Áframhaldandi uppbygging Landspítala sé ráðgerð í heildaráætlun á árunum 2028–2030. Í áfanganum felist framtíðarfyrirkomulag geðþjónustu og endurnýjun eldri bygginga ásamt fleiri verkefnum. Slegið á létta strengi fyrir fund.Vísir/vilhelm „Áfram verður stutt við bætt kjör tekjulágra og afkoma fólks varin. Ráðist hefur verið í fjölmargar aðgerðir í því skyni síðustu misseri, en þar má m.a. nefna mikla tekjuskattslækkun, hækkanir bóta almannatrygginga, hækkun húsnæðis- og vaxtabóta auk hærri skerðingarmarka, tæplega tvöföldun frítekjumarks örorkulífeyrisþega, sérstakan barnabótaauka auk vinnu við einföldun og eflingu barnabótakerfisins. Þá verður á tímabili fjármálaáætlunar unnið að heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu sem felur meðal annars í sér aukna áherslu á stuðning fyrr í veikindaferlinu en nú er, fyrirbyggjandi aðgerðir á vinnumarkaði og endurskoðun á fjárhæðum greiðsluflokka með það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu.“ Milljarður í áframhaldandi styrkingu háskólastigsins Áfram verði fjárfest í vaxtartækifærum framtíðar. „Þar má nefna 1 ma.kr. í sérstaka styrkingu háskólastigsins sem fer stigvaxandi í 2 ma.kr. á tímabilinu. Þá verða framlög vegna aukinnar áherslu á verknám aukin og nema við lok tímabilsins 600 m.kr. Þá verður áfram stutt við rannsóknir og þróun og hækkar framlag til nýsköpunarfyrirtækja um 1,9 ma.kr. 2024 og áður tímabundið fjármagn í sjóði gert varanlegt. Á tímabili áætlunarinnar verður 3 ma. kr. veitt í auknar rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar og 2,2 ma. kr. í öflugra eftirlit með fiskeldi, sem er grein í stöðugum vexti. Loks má nefna að Ísland mun áfram styðja við Úkraínu af krafti, en 750 m.kr. verður sérstaklega varið í varnartengd verkefni fyrir Úkraínu á næsta ári líkt og á yfirstandandi ári.“ Í fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 felist skýr sýn að mati ráðherra. „Til skemmri tíma, að draga úr þenslu og verðbólgu á sama tíma og staðinn er vörður um lífskjör þeirra sem mest þurfa. Til lengri tíma, að leggja grunninn fyrir enn frekari vöxt í íslensku samfélagi með sterkari stoðum, fleiri tækifærum og vaxandi lífskjörum.“ Fylgst var með gangi mála við kynninguna í vaktinni hér að neðan.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira