Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 1. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verji Íslandsmeistaratitilinn sem það vann í fyrra. Blikar byrjuðu síðasta tímabil af feykilega miklum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf í bílstjórasætinu í toppbaráttunni eftir það. Svo fór að Breiðablik varð Íslandsmeistari með talsverðum yfirburðum. Liðið vann tuttugu og 27 leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk tíu stigum meira en KA sem endaði í 2. sæti. Ekkert lið skoraði fleiri mörk en Blikar (66) og ekkert lið fékk á sig færri (27). Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur náð ótrúlegum árangri síðan hann byrjaði í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum.vísir/hulda margrét Síðast þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari, 2010, klikkaði liðið á að styrkja sig fyrir titilvörnina. Ekki er hægt að saka Blika um það núna. Breiðablik hefur fengið fjölda leikmanna í vetur, meðal annars tvo færeyska markahróka og hópurinn stór og gríðarlega öflugur. Bestu leikmenn Blika á síðasta tímabili, Ísak Snær Þorvaldsson og Dagur Dan Þórhallsson, eru hins vegar horfnir á braut og skörð þeirra verða vandfyllt. Eins og staðan er núna er Breiðablik langlíklegast til að verja Íslandsmeistaratitilinn og þá stefnir liðið á að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni, fyrst íslenskra liða. Hópurinn virðist allavega vera samsettur með það í huga. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (2. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Maí: 100 prósent stiga í húsi (18 af 18) Júní: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Júlí: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Október: 80 prósent stiga í húsi (12 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 1. sæti (51 stig) Úrslitakeppni: 1. sæti í neðri deild (12 stig) - Besti dagur: 10. október Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í tólf ár og það í sófanum eftir að Víkingar töpuðu í Garðabæ tveimur dögum eftir sigur Blika á KA fyrir norðan. Versti dagur: 7. ágúst 5-2 tap á móti Stjörnunni í Garðabæ og þá hafði liðið aðeins unnið tvo sigra í fimm leikjum. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti (63 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (66 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti (27 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti (37 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti (26 stig) Flestir sigurleikir í röð: 8 (19. apríl til 29. maí) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fjórum sinnum) Markahæsti leikmaður: Ísak Snær Þorvaldsson 14 Flestar stoðsendingar: Höskuldur Gunnlaugsson 12 Þáttur í flestum mörkum: Ísak Snær Þorvaldsson 27 Flest gul spjöld: Oliver Sigurjónsson og Ísak Snær Þorvaldsson 9 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Höskuldur Gunnlaugsson (f. 1994): Fyrirliði Íslandsmeistaranna og einn mikilvægasti leikmaður þeirra ásamt því að vera einn besti leikmaður deildarinnar. Þrátt fyrir að vera oftast nær stillt upp í hægri bakverði þá er hann út um allan völl. Er með góðan hægri fót, getur bæði gefið fyrir og skotið þegar þess þarf. Gísli Eyjólfsson (f. 1994): Enn einn úr þessum fræga ´94 árgangi í Kópavogi. Hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og á mikinn þátt í góðu gengi Blika undanfarin ár. Stórskemmtilegur miðjumaður sem getur í raun gert allt. Í liði fullu af frábærum leikmönnum stendur hann reglulega upp úr. Jason Daði Svanþórsson (f. 1999): Glímdi við töluvert af meiðslum á síðustu leiktíð á meðan annar drengur úr Mosfellsbæ stal fyrirsögnunum. Var samt sem áður frábær í mögnuðu Blikaliði og verður eflaust enn betri í sumar. Það er sem boltinn sé límdur við tærnar á honum þegar hann fer af stað og munu eflaust margir vinstri bakverðir deildarinnar íhuga að hringja sig inn veika þegar þeir eiga að mæta Íslandsmeisturunum. Höskuldur Gunnlaugsson, Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórsson þurfa að fylgja á eftir frábæru tímabili í fyrra.vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Blikar virðast hafa gert hörkugóð viðskipti í vetur þó að vissulega verði krefjandi fyrir þá að spjara sig án tveggja af albestu mönnum deildarinnar í fyrra. Félagið fékk meðal annars til sín Færeyingana Patrik Johannesen og Klæmint Olsen sem ættu að vera ágætis ávísun á mörk, og auk þess er Stefán Ingi Sigurðarson kominn heim úr láni og Eyþór Aron Wöhler mættur eftir að hafa staðið sig vel hjá ÍA síðasta sumar. Patrik skoraði tólf mörk fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fyrra og Eyþór níu fyrir ÍA, á meðan að Stefán Ingi raðaði inn sextán mörkum í deild og bikar fyrir HK sem komst upp úr Lengjudeildinni. Klæmint hefur svo átt fimm tímabil með yfir tuttugu mörkum fyrir NSÍ í Færeyjum en skoraði reyndar „aðeins“ níu í fyrra. Ágúst Eðvald Hlynsson er einnig líklegur til að slá í gegn á sínum gamla heimavelli. Aftar á vellinum hefur Breiðablik fengið Oliver Stefánsson og Arnór Svein Aðalsteinsson sem gerir baráttuna um sæti í vörninni afar forvitnilega, og bakvörðurinn Alex Freyr Elísson ætlar sér að slá í gegn eftir frábært tímabil með Fram í fyrra. Þá sneri Alexander Helgi Sigurðarson aftur í Kópavoginn eftir eitt ár í Svíþjóð. Hversu langt er síðan að Breiðablik .... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2022) ... varð bikarmeistari: 14 ár (2009) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 22 ár (2001) ... átti markakóng deildarinnar: 17 ár (Marel Baldvinsson 2006) ... átti besta leikmann deildarinnar: 13 ár (Alfreð Finnbogason 2010) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 5 ár (Willum Þór Willumsson 2018) Blikar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í neðsta sæti í A-deidinni og féllu Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Unnu B-deildina og komust upp Fyrir tuttugu árum (2003): Urði í sjöunda sæti í B-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fjórða sæti í A-deildinni Að lokum ... Patrik Johannesen kom til Breiðabliks eftir tólf marka tímabil með Keflavík í fyrra.vísir/hulda margrét Allir og amma þeirra gera ráð fyrir því að Breiðablik verji Íslandsmeistaratitilinn og ekki að ástæðulausu. Þeir eru með sterkasta leikmannahópinn, mikla reynslu og mikla hæfileika. Blikar eiga þó vafalítið eftir að sakna Ísaks og Dags enda einstakir leikmenn í íslenskum fótbolta. En liðsstyrkurinn sem er kominn í staðinn ætti að milda höggið. Spurningin er bara hvar einbeiting Blika mun aðallega liggja og hvernig gengur að halda nokkrum boltum á lofti. Þeir ætla sér greinilega langt í Evrópukeppni og eru tilbúnir að leggja ýmislegt í sölurnar til þess. Kemur það niður á árangrinum heima fyrir? Þetta er samt hálmstrá. Það þarf virkilega að leita eftir veikleikum hjá þeim grænu sem ættu ef allt er eðlilegt að halda Íslandsmeistarabikarnum hjá sér í Smáranum. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Varist til sigurs Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Lýsingin í partíinu dofnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verji Íslandsmeistaratitilinn sem það vann í fyrra. Blikar byrjuðu síðasta tímabil af feykilega miklum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf í bílstjórasætinu í toppbaráttunni eftir það. Svo fór að Breiðablik varð Íslandsmeistari með talsverðum yfirburðum. Liðið vann tuttugu og 27 leikjum sínum í Bestu deildinni og fékk tíu stigum meira en KA sem endaði í 2. sæti. Ekkert lið skoraði fleiri mörk en Blikar (66) og ekkert lið fékk á sig færri (27). Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur náð ótrúlegum árangri síðan hann byrjaði í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum.vísir/hulda margrét Síðast þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari, 2010, klikkaði liðið á að styrkja sig fyrir titilvörnina. Ekki er hægt að saka Blika um það núna. Breiðablik hefur fengið fjölda leikmanna í vetur, meðal annars tvo færeyska markahróka og hópurinn stór og gríðarlega öflugur. Bestu leikmenn Blika á síðasta tímabili, Ísak Snær Þorvaldsson og Dagur Dan Þórhallsson, eru hins vegar horfnir á braut og skörð þeirra verða vandfyllt. Eins og staðan er núna er Breiðablik langlíklegast til að verja Íslandsmeistaratitilinn og þá stefnir liðið á að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni, fyrst íslenskra liða. Hópurinn virðist allavega vera samsettur með það í huga. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (2. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Maí: 100 prósent stiga í húsi (18 af 18) Júní: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Júlí: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Október: 80 prósent stiga í húsi (12 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 1. sæti (51 stig) Úrslitakeppni: 1. sæti í neðri deild (12 stig) - Besti dagur: 10. október Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í tólf ár og það í sófanum eftir að Víkingar töpuðu í Garðabæ tveimur dögum eftir sigur Blika á KA fyrir norðan. Versti dagur: 7. ágúst 5-2 tap á móti Stjörnunni í Garðabæ og þá hafði liðið aðeins unnið tvo sigra í fimm leikjum. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti (63 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (66 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti (27 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti (37 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti (26 stig) Flestir sigurleikir í röð: 8 (19. apríl til 29. maí) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fjórum sinnum) Markahæsti leikmaður: Ísak Snær Þorvaldsson 14 Flestar stoðsendingar: Höskuldur Gunnlaugsson 12 Þáttur í flestum mörkum: Ísak Snær Þorvaldsson 27 Flest gul spjöld: Oliver Sigurjónsson og Ísak Snær Þorvaldsson 9 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Höskuldur Gunnlaugsson (f. 1994): Fyrirliði Íslandsmeistaranna og einn mikilvægasti leikmaður þeirra ásamt því að vera einn besti leikmaður deildarinnar. Þrátt fyrir að vera oftast nær stillt upp í hægri bakverði þá er hann út um allan völl. Er með góðan hægri fót, getur bæði gefið fyrir og skotið þegar þess þarf. Gísli Eyjólfsson (f. 1994): Enn einn úr þessum fræga ´94 árgangi í Kópavogi. Hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og á mikinn þátt í góðu gengi Blika undanfarin ár. Stórskemmtilegur miðjumaður sem getur í raun gert allt. Í liði fullu af frábærum leikmönnum stendur hann reglulega upp úr. Jason Daði Svanþórsson (f. 1999): Glímdi við töluvert af meiðslum á síðustu leiktíð á meðan annar drengur úr Mosfellsbæ stal fyrirsögnunum. Var samt sem áður frábær í mögnuðu Blikaliði og verður eflaust enn betri í sumar. Það er sem boltinn sé límdur við tærnar á honum þegar hann fer af stað og munu eflaust margir vinstri bakverðir deildarinnar íhuga að hringja sig inn veika þegar þeir eiga að mæta Íslandsmeisturunum. Höskuldur Gunnlaugsson, Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórsson þurfa að fylgja á eftir frábæru tímabili í fyrra.vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Blikar virðast hafa gert hörkugóð viðskipti í vetur þó að vissulega verði krefjandi fyrir þá að spjara sig án tveggja af albestu mönnum deildarinnar í fyrra. Félagið fékk meðal annars til sín Færeyingana Patrik Johannesen og Klæmint Olsen sem ættu að vera ágætis ávísun á mörk, og auk þess er Stefán Ingi Sigurðarson kominn heim úr láni og Eyþór Aron Wöhler mættur eftir að hafa staðið sig vel hjá ÍA síðasta sumar. Patrik skoraði tólf mörk fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fyrra og Eyþór níu fyrir ÍA, á meðan að Stefán Ingi raðaði inn sextán mörkum í deild og bikar fyrir HK sem komst upp úr Lengjudeildinni. Klæmint hefur svo átt fimm tímabil með yfir tuttugu mörkum fyrir NSÍ í Færeyjum en skoraði reyndar „aðeins“ níu í fyrra. Ágúst Eðvald Hlynsson er einnig líklegur til að slá í gegn á sínum gamla heimavelli. Aftar á vellinum hefur Breiðablik fengið Oliver Stefánsson og Arnór Svein Aðalsteinsson sem gerir baráttuna um sæti í vörninni afar forvitnilega, og bakvörðurinn Alex Freyr Elísson ætlar sér að slá í gegn eftir frábært tímabil með Fram í fyrra. Þá sneri Alexander Helgi Sigurðarson aftur í Kópavoginn eftir eitt ár í Svíþjóð. Hversu langt er síðan að Breiðablik .... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2022) ... varð bikarmeistari: 14 ár (2009) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 22 ár (2001) ... átti markakóng deildarinnar: 17 ár (Marel Baldvinsson 2006) ... átti besta leikmann deildarinnar: 13 ár (Alfreð Finnbogason 2010) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 5 ár (Willum Þór Willumsson 2018) Blikar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í neðsta sæti í A-deidinni og féllu Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Unnu B-deildina og komust upp Fyrir tuttugu árum (2003): Urði í sjöunda sæti í B-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fjórða sæti í A-deildinni Að lokum ... Patrik Johannesen kom til Breiðabliks eftir tólf marka tímabil með Keflavík í fyrra.vísir/hulda margrét Allir og amma þeirra gera ráð fyrir því að Breiðablik verji Íslandsmeistaratitilinn og ekki að ástæðulausu. Þeir eru með sterkasta leikmannahópinn, mikla reynslu og mikla hæfileika. Blikar eiga þó vafalítið eftir að sakna Ísaks og Dags enda einstakir leikmenn í íslenskum fótbolta. En liðsstyrkurinn sem er kominn í staðinn ætti að milda höggið. Spurningin er bara hvar einbeiting Blika mun aðallega liggja og hvernig gengur að halda nokkrum boltum á lofti. Þeir ætla sér greinilega langt í Evrópukeppni og eru tilbúnir að leggja ýmislegt í sölurnar til þess. Kemur það niður á árangrinum heima fyrir? Þetta er samt hálmstrá. Það þarf virkilega að leita eftir veikleikum hjá þeim grænu sem ættu ef allt er eðlilegt að halda Íslandsmeistarabikarnum hjá sér í Smáranum.
Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (2. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Maí: 100 prósent stiga í húsi (18 af 18) Júní: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Júlí: 56 prósent stiga í húsi (5 af 9) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Október: 80 prósent stiga í húsi (12 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 1. sæti (51 stig) Úrslitakeppni: 1. sæti í neðri deild (12 stig) - Besti dagur: 10. október Blikar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í tólf ár og það í sófanum eftir að Víkingar töpuðu í Garðabæ tveimur dögum eftir sigur Blika á KA fyrir norðan. Versti dagur: 7. ágúst 5-2 tap á móti Stjörnunni í Garðabæ og þá hafði liðið aðeins unnið tvo sigra í fimm leikjum. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti (63 stig) Sóknarleikur: 1. sæti (66 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti (27 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti (37 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti (26 stig) Flestir sigurleikir í röð: 8 (19. apríl til 29. maí) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fjórum sinnum) Markahæsti leikmaður: Ísak Snær Þorvaldsson 14 Flestar stoðsendingar: Höskuldur Gunnlaugsson 12 Þáttur í flestum mörkum: Ísak Snær Þorvaldsson 27 Flest gul spjöld: Oliver Sigurjónsson og Ísak Snær Þorvaldsson 9
Hversu langt er síðan að Breiðablik .... ... varð Íslandsmeistari: 1 ár (2022) ... varð bikarmeistari: 14 ár (2009) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 22 ár (2001) ... átti markakóng deildarinnar: 17 ár (Marel Baldvinsson 2006) ... átti besta leikmann deildarinnar: 13 ár (Alfreð Finnbogason 2010) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 5 ár (Willum Þór Willumsson 2018)
Blikar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í neðsta sæti í A-deidinni og féllu Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni Fyrir þrjátíu árum (1993): Unnu B-deildina og komust upp Fyrir tuttugu árum (2003): Urði í sjöunda sæti í B-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í fjórða sæti í A-deildinni
Besta-spáin 2023: Varist til sigurs Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Lýsingin í partíinu dofnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi R. 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Ætla að taka stærsta og erfiðasta skrefið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00