Rafkrónan yrði mögulega öflugasta tæki Seðlabankans
![Níu af hverjum tíu seðlabönkum hafi útgáfu seðlabankarafeyri til skoðunar.](https://www.visir.is/i/5AF4E2F0C42DDCFE757E0AE903821EA6384458A22ED38C10A80404D33AB32B82_713x0.jpg)
Áhrifin sem möguleg útgáfa rafkrónu getur haft á peningastefnu Seðlabankans geta verið allt frá því að vera óveruleg upp í að rafkrónuna verði helsti farvegurinn fyrir miðlun peningastefnunnar. Lykilspurningin er hvort rafkrónan muni bera jákvæða vexti en afstaða Seðlabankans til þess er varfærin enda gæti það haft í för með sér „varanlega tilfærslu fjármagns“ frá viðskiptabönkum yfir til Seðlabankans og dregið þannig úr útlánagetu bankanna.