Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 14:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni.
Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira