Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum: „Við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2023 22:02 Snjólaug og Bylur eru öflugt teymi en síðan þau byrjuðu að vinna saman hafa þau fundið gríðarlegt magn af fíkniefnum. Nú hefur Feistý bæst í hópinn en hann hefur formlega störf í sumar. Vísir/Arnar Fíkniefnahundurinn Bylur hefur haft aðkomu að haldlagninu á yfir hundrað kílóum af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans telur að þörf sé á miklu fleiri hundum við störf. Bylur er sjö ára Labrador. Hann er öflugur starfskraftur lögreglunnar á Suðurnesjum en hans starf felst í því að þefa upp fíkniefni. Hann starfar á ýmsum stöðum, meðal annars í Leifstöð, við hús-og bílleitir, á víðavangi og á skipum svo eitthvað sé nefnt. Lögreglukonan Snjólaug hefur unnið með Byl síðan 2018. Hún starfaði áður hjá lögreglustjóranum á Austurlandi en embættið fékk Byl gefins. Snjólaug sótti um stöðuna og fékk hana. „Við höfum verið teymi síðan. Þetta er minn fyrsti hundur sem ég starfa með og vonandi ekki sá síðasti,“ segir Snjólaug. Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum Snjólaug og Bylur eru kröftugt teymi en síðan þau byrjuðu að vinna saman hafa þau fundið gríðarlegt magn af fíkniefnum. Stærsta verkefnið þeirra var þegar Bylur fann 45 kíló af kókaíni í Norrænu árið 2019. „Það var okkar fyrsta starfsár og það var mikill heiður að taka þátt í því. Og svo að gamni mínu fór ég að telja að við erum með aðkomu að yfir hundrað kílóum, svona ef ég tel saman málin okkar, sem við höfum aðstoðað við. Af því að hundarnir eru ekki endilega þeir fyrstu sem að finna, en þeir staðfesta oft það sem er grunur um að geti verið. Þess vegna segi ég að við höfum aðkomu að málunum.“ Það hafa líklega fáir jafn gaman af vinnunni sinni og Bylur sem iðaði í skinninu eftir að fá að hefja leit á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Arnar Við hittum Snjólaugu og Byl í Leifsstöð þar sem sett var upp verkefni fyrir Byl til að leyfa okkur að fylgjast með honum að störfum. Kókaín var falið í einni tösku og Bylur var ekki lengi að þefa það uppi líkt og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan. „Það eru rosalega margir sem halda að þeir fari að gelta eða verði með læti, það er alls ekki þannig,“ útskýrir Snjólaug. „Þetta fer mjög hljóðlega fram. Þeir bara stoppa og bíða eftir að við komum. Svo fá þeir bara sín verðlaun fyrir þegar við erum búin að átta okkur á hvað er á staðnum. Og eins og við vorum með uppsett verkefni áðan sem við sýndum ykkur, þar af leiðandi vissum við hvað var. En Bylur vissi það ekki hvað var í töskunni og vissi ekki hvaða taska það var. Þannig hann náttúrulega er bara í sinni vinnu.“ Leikur frá A-Ö Það er augljóst að Bylur hefur gaman af vinnunni sinni. „Þetta er leikur frá a-ö. Þetta er fyrst og fremst gaman og það er það sem þetta gengur út á og það sem við viljum. Við viljum að dýrunum líði vel, að þau hafi gaman af þessu og setjum þau að sjálfsögðu aldrei í aðstæður sem við sjáum að þeim líður illa í. Þar af leiðandi er þjálfunin hjá þessum hundum alveg gríðarleg umhverfisþjálfun,“ segir Snjólaug og útskýrir umhverfisþjálfunina nánar. „Við erum að tala um mismunandi stiga, mismunandi gólfefni, hæðir, við æfum þetta allt saman. Við æfum það til dæmis að nálgast hjólastóla. Hundunum er ekkert vel við hjólastóla mörgum hverjum, og þá æfum við það bara sérstaklega.“ En Bylur er ekki eini hundurinn í umsjá Snjólaugar en nýlega tók hún að sér hann Feistý sem er í þjálfun og fara þau í starfsleyfisúttekt í byrjun sumars. Snjólaug segir Byl og Feistý góða vini þrátt fyrir að vera ólíkir persónuleikar. Feistý er kröftugur hundur í þjálfun. Hann fer í starfsleyfisúttekt með Snjólaugu í sumar áður en hann hefur formlega störf. Vísir/Arnar Til að hundar geti orðið lögregluhundar segir Snjólaug þá fyrst og fremst þurfa að vera óhrædda. „Umhverfisþjálfunin þarf að vera sterk í þeim. Það sem við leitum fyrst og fremst að er í hundum er drævið, vinnueðlið, þetta eru fyrst og fremst vinnuhundar, þeir þurfa að geta unnið. Þá leitum við í vinnukeðjuna en ekki í sýningarhunda,“ segir Snjólaug og tekur fram að hundarnir séu valdir strax sem hvolpar. „Við veljum alls ekki hunda sem eru grimmir. Við erum náttúrulega að leita á fólki, og þá viljum við auðvitað ekki að þeir færu að bíta einhvern eða sýna þessháttar hegðun. Þeir eru líka inni á heimilunum hjá okkur og eru með börnunum okkar. Ekki það, þetta eru mestu kúrudýr sem þú finnur, þó að Feistý sé á góðri leið með að klára parketið á íbúðinni. Hann fer svolítið hratt yfir, við köllum hann skriðdrekann,“ segir Snjólaug hlæjandi. Það vakti athygli fréttamanns hvað hundarnir voru glaðir og ljúfir og aldrei heyrðust þeir gelta. Snjólaug segir samvinnuna fyrst og fremst snúast um traust. „Við þurfum að treysta hvort öðru ofboðslega mikið. Ég þarf að treysta því að hann sé að segja mér rétt, og eins að hann treysti mér að ég sé ekki að fara með hann í aðstæður sem hann getur slasast eða meitt sig í.“ Telur þörf á miklu fleiri hundum Um tíu lögregluhundar eru starfandi á landinu en Snjólaug telur þörf á miklu fleirum. „Það ætti helst að vera einn í hverju embætti. Við erum náttúrulega með mjög opið land og ég tala nú ekki um eins og í mínu gamla embætti, þar erum við með Norrænu, utanlandsflugvöll á Egilsstöðum og eina af stærstu innflutningshöfnum landsins. Og hvað þá innflutningshafnirnar í Reykjavík og alþjóðaflugvöllurinn okkar hér í Keflavík. Hér ætti náttúrulega að vera hundur á hverri vakt allan sólarhringinn. Við þurfum að vera miklu öflugri í þessu. Ég myndi líka vilja sjá miklu fleiri tegundir af hundum, svo sem valdbeitingar og lífsýna. þessi dýr eru náttúrulega bara mögnuð, hvað er hægt að nota þau í.“ Sjálf segist Snjólaug alltaf gefa sér tíma til að setjast niður með börnum og leyfa þeim að heilsa upp á hundana. Vísir/Arnar Snjólaug segir að það sé mjög misjafnt hvernig fólk bregðist við þegar Bylur kemur að því til að leita. Sumir eru forvitnir en aðrir eru hræddir. „Maður sér alveg þegar fólk er hrætt og þá er maður ekki endilega að ýta þeim að fólki, en fólk sleppur samt ekkert við að vera leitað á.“ Hún segir þó skipta gríðarlega miklu máli að lögreglumenn taki þátt í umhverfi sínu. Sjálf segist Snjólaug alltaf gefa sér tíma til að setjast niður með börnum og leyfa þeim að heilsa upp á hundana. Ímynd okkar lögreglumanna þarf líka að vera góð út á við. Við erum ekkert alltaf Grýlur. Við erum líka góðar manneskjur. Þá hefur Snjólaug upplifað að fólk sem er mjög hrætt við hunda laðist að Byl. „Hann leggst niður og leyfir þeim að koma nálægt sér og snerta. Ég hef séð barn fella tár yfir því að það væri ekki bitið, því þá hafði viðkomandi barn áður verið mjög illa bitið af stórum hundi. Þetta var svo skemmtilegt atvik af því að barnið settist svo niður og þau sátu bara eins og bestu vinir hérna á gólfinu.“ Vinnan á að vera skemmtileg Aðspurð um hvað þurfi helst að hafa í huga varðandi umgengni við hundana segir Snjólaug mikilvægt að þeir fái að vera í friði á meðan þeir séu að vinna. „Þá viljum við ekki að fólk sé að kássast í þeim, viljum ekki að fólk sé að rétta út hendur eða reyni að gefa þeim að éta eða snerta þá. Eða grípa í þá.“ Hún nefnir einnig að sumir virðast halda að það sé í lagi að ýta þeim frá sér, en svo sé ekki. „Þetta eru bara opinberir starfsmenn eins og við í rauninni, og hafa sömu þannig séð réttindi. En ef fólk kemur og spyr, þá að sjálfsögðu reynum við að leyfa fólki að nálgast bæði okkur og hundana. Eins og ég segi þá finnst mér gríðarlega mikilvægt að fólk sjái jákvæða mynd af okkur líka og við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi, við erum líka hér til að hafa gaman. Vinnan á líka að vera skemmtileg,“ segir Snjólaug að lokum. Feistý fékk að spreyta sig á á fíkniefnaleit og var ekki lengi að þefa uppi tösku sem innihélt kókaín. Vísir/Arnar Lögreglan Dýr Fíkniefnabrot Hundar Lögreglumál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Bylur er sjö ára Labrador. Hann er öflugur starfskraftur lögreglunnar á Suðurnesjum en hans starf felst í því að þefa upp fíkniefni. Hann starfar á ýmsum stöðum, meðal annars í Leifstöð, við hús-og bílleitir, á víðavangi og á skipum svo eitthvað sé nefnt. Lögreglukonan Snjólaug hefur unnið með Byl síðan 2018. Hún starfaði áður hjá lögreglustjóranum á Austurlandi en embættið fékk Byl gefins. Snjólaug sótti um stöðuna og fékk hana. „Við höfum verið teymi síðan. Þetta er minn fyrsti hundur sem ég starfa með og vonandi ekki sá síðasti,“ segir Snjólaug. Hafa fundið yfir hundrað kíló af fíkniefnum Snjólaug og Bylur eru kröftugt teymi en síðan þau byrjuðu að vinna saman hafa þau fundið gríðarlegt magn af fíkniefnum. Stærsta verkefnið þeirra var þegar Bylur fann 45 kíló af kókaíni í Norrænu árið 2019. „Það var okkar fyrsta starfsár og það var mikill heiður að taka þátt í því. Og svo að gamni mínu fór ég að telja að við erum með aðkomu að yfir hundrað kílóum, svona ef ég tel saman málin okkar, sem við höfum aðstoðað við. Af því að hundarnir eru ekki endilega þeir fyrstu sem að finna, en þeir staðfesta oft það sem er grunur um að geti verið. Þess vegna segi ég að við höfum aðkomu að málunum.“ Það hafa líklega fáir jafn gaman af vinnunni sinni og Bylur sem iðaði í skinninu eftir að fá að hefja leit á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Arnar Við hittum Snjólaugu og Byl í Leifsstöð þar sem sett var upp verkefni fyrir Byl til að leyfa okkur að fylgjast með honum að störfum. Kókaín var falið í einni tösku og Bylur var ekki lengi að þefa það uppi líkt og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan. „Það eru rosalega margir sem halda að þeir fari að gelta eða verði með læti, það er alls ekki þannig,“ útskýrir Snjólaug. „Þetta fer mjög hljóðlega fram. Þeir bara stoppa og bíða eftir að við komum. Svo fá þeir bara sín verðlaun fyrir þegar við erum búin að átta okkur á hvað er á staðnum. Og eins og við vorum með uppsett verkefni áðan sem við sýndum ykkur, þar af leiðandi vissum við hvað var. En Bylur vissi það ekki hvað var í töskunni og vissi ekki hvaða taska það var. Þannig hann náttúrulega er bara í sinni vinnu.“ Leikur frá A-Ö Það er augljóst að Bylur hefur gaman af vinnunni sinni. „Þetta er leikur frá a-ö. Þetta er fyrst og fremst gaman og það er það sem þetta gengur út á og það sem við viljum. Við viljum að dýrunum líði vel, að þau hafi gaman af þessu og setjum þau að sjálfsögðu aldrei í aðstæður sem við sjáum að þeim líður illa í. Þar af leiðandi er þjálfunin hjá þessum hundum alveg gríðarleg umhverfisþjálfun,“ segir Snjólaug og útskýrir umhverfisþjálfunina nánar. „Við erum að tala um mismunandi stiga, mismunandi gólfefni, hæðir, við æfum þetta allt saman. Við æfum það til dæmis að nálgast hjólastóla. Hundunum er ekkert vel við hjólastóla mörgum hverjum, og þá æfum við það bara sérstaklega.“ En Bylur er ekki eini hundurinn í umsjá Snjólaugar en nýlega tók hún að sér hann Feistý sem er í þjálfun og fara þau í starfsleyfisúttekt í byrjun sumars. Snjólaug segir Byl og Feistý góða vini þrátt fyrir að vera ólíkir persónuleikar. Feistý er kröftugur hundur í þjálfun. Hann fer í starfsleyfisúttekt með Snjólaugu í sumar áður en hann hefur formlega störf. Vísir/Arnar Til að hundar geti orðið lögregluhundar segir Snjólaug þá fyrst og fremst þurfa að vera óhrædda. „Umhverfisþjálfunin þarf að vera sterk í þeim. Það sem við leitum fyrst og fremst að er í hundum er drævið, vinnueðlið, þetta eru fyrst og fremst vinnuhundar, þeir þurfa að geta unnið. Þá leitum við í vinnukeðjuna en ekki í sýningarhunda,“ segir Snjólaug og tekur fram að hundarnir séu valdir strax sem hvolpar. „Við veljum alls ekki hunda sem eru grimmir. Við erum náttúrulega að leita á fólki, og þá viljum við auðvitað ekki að þeir færu að bíta einhvern eða sýna þessháttar hegðun. Þeir eru líka inni á heimilunum hjá okkur og eru með börnunum okkar. Ekki það, þetta eru mestu kúrudýr sem þú finnur, þó að Feistý sé á góðri leið með að klára parketið á íbúðinni. Hann fer svolítið hratt yfir, við köllum hann skriðdrekann,“ segir Snjólaug hlæjandi. Það vakti athygli fréttamanns hvað hundarnir voru glaðir og ljúfir og aldrei heyrðust þeir gelta. Snjólaug segir samvinnuna fyrst og fremst snúast um traust. „Við þurfum að treysta hvort öðru ofboðslega mikið. Ég þarf að treysta því að hann sé að segja mér rétt, og eins að hann treysti mér að ég sé ekki að fara með hann í aðstæður sem hann getur slasast eða meitt sig í.“ Telur þörf á miklu fleiri hundum Um tíu lögregluhundar eru starfandi á landinu en Snjólaug telur þörf á miklu fleirum. „Það ætti helst að vera einn í hverju embætti. Við erum náttúrulega með mjög opið land og ég tala nú ekki um eins og í mínu gamla embætti, þar erum við með Norrænu, utanlandsflugvöll á Egilsstöðum og eina af stærstu innflutningshöfnum landsins. Og hvað þá innflutningshafnirnar í Reykjavík og alþjóðaflugvöllurinn okkar hér í Keflavík. Hér ætti náttúrulega að vera hundur á hverri vakt allan sólarhringinn. Við þurfum að vera miklu öflugri í þessu. Ég myndi líka vilja sjá miklu fleiri tegundir af hundum, svo sem valdbeitingar og lífsýna. þessi dýr eru náttúrulega bara mögnuð, hvað er hægt að nota þau í.“ Sjálf segist Snjólaug alltaf gefa sér tíma til að setjast niður með börnum og leyfa þeim að heilsa upp á hundana. Vísir/Arnar Snjólaug segir að það sé mjög misjafnt hvernig fólk bregðist við þegar Bylur kemur að því til að leita. Sumir eru forvitnir en aðrir eru hræddir. „Maður sér alveg þegar fólk er hrætt og þá er maður ekki endilega að ýta þeim að fólki, en fólk sleppur samt ekkert við að vera leitað á.“ Hún segir þó skipta gríðarlega miklu máli að lögreglumenn taki þátt í umhverfi sínu. Sjálf segist Snjólaug alltaf gefa sér tíma til að setjast niður með börnum og leyfa þeim að heilsa upp á hundana. Ímynd okkar lögreglumanna þarf líka að vera góð út á við. Við erum ekkert alltaf Grýlur. Við erum líka góðar manneskjur. Þá hefur Snjólaug upplifað að fólk sem er mjög hrætt við hunda laðist að Byl. „Hann leggst niður og leyfir þeim að koma nálægt sér og snerta. Ég hef séð barn fella tár yfir því að það væri ekki bitið, því þá hafði viðkomandi barn áður verið mjög illa bitið af stórum hundi. Þetta var svo skemmtilegt atvik af því að barnið settist svo niður og þau sátu bara eins og bestu vinir hérna á gólfinu.“ Vinnan á að vera skemmtileg Aðspurð um hvað þurfi helst að hafa í huga varðandi umgengni við hundana segir Snjólaug mikilvægt að þeir fái að vera í friði á meðan þeir séu að vinna. „Þá viljum við ekki að fólk sé að kássast í þeim, viljum ekki að fólk sé að rétta út hendur eða reyni að gefa þeim að éta eða snerta þá. Eða grípa í þá.“ Hún nefnir einnig að sumir virðast halda að það sé í lagi að ýta þeim frá sér, en svo sé ekki. „Þetta eru bara opinberir starfsmenn eins og við í rauninni, og hafa sömu þannig séð réttindi. En ef fólk kemur og spyr, þá að sjálfsögðu reynum við að leyfa fólki að nálgast bæði okkur og hundana. Eins og ég segi þá finnst mér gríðarlega mikilvægt að fólk sjái jákvæða mynd af okkur líka og við erum ekki bara hérna til að vera með leiðindi, við erum líka hér til að hafa gaman. Vinnan á líka að vera skemmtileg,“ segir Snjólaug að lokum. Feistý fékk að spreyta sig á á fíkniefnaleit og var ekki lengi að þefa uppi tösku sem innihélt kókaín. Vísir/Arnar
Lögreglan Dýr Fíkniefnabrot Hundar Lögreglumál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira