Samskiptastjóri Carbfix var efasemdamaður í loftslagsmálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:34 Ólafur Teitur Guðnason er samskiptastjóri Carbfix. Carbfix „Það er alveg kristaltært í mínum huga að loftslagsváin er ein alvarlegasta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Við höfum stefnt lífsskilyrðum til framtíðar í stórhættu og á okkur öllum hvílir þung ábyrgð um að bregðast hratt og afgerandi við.“ Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira