Segir íslenska háskóla skrapa botninn Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 12:09 Áslaug segir íslenska háskóla hafa dregist verulega aftur úr. Vísir/Arnar Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira