Nýtt tilboð komið frá Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:27 Marcus Rashford og Bruno Fernandes fagna hér marki fyrir Manchester United sem gæti fengið nýja eigendur von bráðar. Vísir/Getty Sjeik Jassim Al Thani hefur lagt fram nýtt tilboð í Manchester United en fjórir aðilar berjast nú um að kaupa enska stórliðið af Glazer fjölskyldunni. Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira