„Ég fer ekki á stefnumót,“ segir Keaton í viðtali við tímaritið AARP. Hún segist ekki muna eftir því að einhver hafi haft samband við sig, kynnt sig og boðið sér á stefnumót. „Það gerist ekki. Auðvitað ekki,“ segir hún.
Leikkonan á tvö börn, 27 ára gamla dóttur að nafni Dexter og soninn Duke, sem er 22 ára gamall. Keaton, sem er 77 ára gömul, ættleiddi börnin sín sjálf þegar hún var á sextugsaldri. „Þau eru frábær,“ segir hún um börnin sín og bætir við að þeim gangi vel í lífinu.
Bæði börnin Keaton eru nú flutt út en það er ekki þar með sagt að það sé ekki líf og fjör á heimili hennar. Hún fékk sér nefnilega hund sem hún nefndi Reggie. „Hundar eru ómótstæðilegir,“ segir hún.
„Reggie er algjör bjáni og hann er ótrúlega fyndinn.“
Í janúar síðastliðnum sagði Keaton í samtali við Extra að liðin væru fimmtán ár síðan hún fór síðast á stefnumót. Hún grínaðist með að stefnumótin hafi ekki farið lengra þar sem fólki þætti hún eflaust vera „of skrýtin.“