Á láni frá Arsenal en flaug til Flórída til að reyna að skipta um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 14:31 Folarin Balogun á ferðinni í leik með Stade de Reims. Getty/Sylvain Lefevre Arsenal framherjinn Folarin Balogun er upptekinn í landsleikjahléinu við að reyna að skipta yfir í bandaríska landsliðið. Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023 Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Balogun hefur staðið sig frábærlega í frönsku deildinni en þó ekki nógu vel til að komast í enska landsliðið eða vera kallaður aftur úr láni til Arsenal. High-scoring Folarin Balogun is stateside, fueling USMNT speculation. Comments from Hudson, Pulisic, Turner https://t.co/5s8VwBcMc3— Steven Goff (@SoccerInsider) March 24, 2023 Balogun hefur skorað 17 mörk í 27 leikjum fyrir Reims í frönsku deildinni og aðeins þeir Kylian Mbappe og Jonathan David hafa skorað fleiri. Þegar Gabriel Jesus meiddist þá kallaði Arsenal samt ekki í hann úr láni. Balogun hefur spilað með yngri landsliðum Englands en ekki fengið kallið í A-landsliðið. Hann dróg sig út úr enska 21 árs landsliðinu í þessum landsleikjaglugga vegna óskilgreindra meiðsla. Hann má spila með þremur landsliðum því hann er fæddur í New York í Bandaríkjunum, alinn upp í Englandi og þá eru foreldrar hans frá Nígeríu. Imagine this potential USMNT starting XI with Folarin Balogun pic.twitter.com/bslmfddvHd— USMNT Only (@usmntonly) March 24, 2023 Það bjuggust flestir við að hann reyndi að komast í enska landsliðið en áhugi frá því bandaríska hefur fengið hann til að skipta. „Í lífinu ferðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum,“ skrifaði Folarin Balogun á samfélagsmiðla sem ýtir undir það að hann vilji komast í landslið og þá það bandaríska. Bandaríska landsliðið er nú statt í Flórída til að undirbúa sig fyrir leik á móti Grenada í kvöld og á móti El Salvador á mánudaginn. Balogun er sagður hafa flogið til Flórída til að ræða málin. Það eru spennandi tímar hjá bandaríska landsliðinu enda ung spennandi kynslóð að taka við og Bandaríkjamenn á heimavelli á næsta heimsmeistaramóti. Það er líka staðreynd samkvæmt frétt ESPN að bandaríska knattspyrnusambandið hefur verið á eftir Balogun í marga mánuði en nú virðist hann vera búinn að fá nóg að því að bíða eftir kallinu frá enska landsliðsþjálfaranum. Most goals scored by U21 players in Europe's top five Leagues this season: Balogun - 17 Martinelli - 13 Saka - 12Arsenal shining all over Europe pic.twitter.com/ETxvty45PE— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2023
Bandaríski fótboltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira