„Ekkert nýtt og engin geimvísindi“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 22:37 Arnór Ingvi Traustason í baráttunni í Bosníu í kvöld þar sem Ísland varð að sætta sig við 3-0 tap. EPA-EFE/FEHIM DEMIR Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna. „Við vorum bara ekki nægilega góðir. Ekki nægilega þéttir. Það gekk nánast ekkert upp. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann og biðu eftir að við gerðum okkar mistök. Við áttum að loka á skotið í þriðja markinu en þeir nýttu færin sín tvö í fyrri hálfleik vel,“ sagði Arnór Ingvi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Við byrjuðum þetta ekki nægilega vel. En það er ekkert panik. Þetta er rétt að byrja og þetta er fyrsti leikur. Það er nóg eftir. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Arnór. Aðspurður hvort eitthvað óöryggi hefði verið í vörninni, án sterkra manna á borð við Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason, svaraði Arnór: „Nei, alls ekki. Við vorum bara ekki nægilega þéttir. Það fór einhvern veginn allt í gegnum okkur, sem við viljum alls ekki. Þeir bara refsuðu okkur.“ Spurður út í stöðu sína sem aftasti miðjumaður svaraði Arnór, sem nær alltaf hefur leikið framar á vellinum í íslenska liðinu: „Ég var alveg klár. Það er bara undir mér komið að taka þessa stöðu. Ég hef spilað hana aðeins með Norrköping, þar sem við spilum með tvær sexur en ekki eina sexu. Þetta er ekkert nýtt og engin geimvísindi.“ Arnór sagði að nú færi íslenska liðið upp á hótel, jafnaði sig og færi yfir leikinn, og myndi svo vinna Liechtenstein á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins í kvöld þó að ljóst sé að baráttan um að komast upp úr riðlinum verði sennilega við Bosníu. „Það er hægt að hugsa þetta sem úrslitaleik og eitthvað en þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur í riðlinum, og það er nóg eftir. Ekkert panik.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
„Við vorum bara ekki nægilega góðir. Ekki nægilega þéttir. Það gekk nánast ekkert upp. Þeir leyfðu okkur að hafa boltann og biðu eftir að við gerðum okkar mistök. Við áttum að loka á skotið í þriðja markinu en þeir nýttu færin sín tvö í fyrri hálfleik vel,“ sagði Arnór Ingvi í viðtali við Vísi strax eftir leik. „Við byrjuðum þetta ekki nægilega vel. En það er ekkert panik. Þetta er rétt að byrja og þetta er fyrsti leikur. Það er nóg eftir. Þar liggur okkar fókus,“ sagði Arnór. Aðspurður hvort eitthvað óöryggi hefði verið í vörninni, án sterkra manna á borð við Aron Einar Gunnarsson og Sverri Inga Ingason, svaraði Arnór: „Nei, alls ekki. Við vorum bara ekki nægilega þéttir. Það fór einhvern veginn allt í gegnum okkur, sem við viljum alls ekki. Þeir bara refsuðu okkur.“ Spurður út í stöðu sína sem aftasti miðjumaður svaraði Arnór, sem nær alltaf hefur leikið framar á vellinum í íslenska liðinu: „Ég var alveg klár. Það er bara undir mér komið að taka þessa stöðu. Ég hef spilað hana aðeins með Norrköping, þar sem við spilum með tvær sexur en ekki eina sexu. Þetta er ekkert nýtt og engin geimvísindi.“ Arnór sagði að nú færi íslenska liðið upp á hótel, jafnaði sig og færi yfir leikinn, og myndi svo vinna Liechtenstein á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins í kvöld þó að ljóst sé að baráttan um að komast upp úr riðlinum verði sennilega við Bosníu. „Það er hægt að hugsa þetta sem úrslitaleik og eitthvað en þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur í riðlinum, og það er nóg eftir. Ekkert panik.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15 Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. 23. mars 2023 22:15
Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45