Bjarni: Við vorum bara ekki þátttakendur í þessum leik Siggeir Ævarsson skrifar 22. mars 2023 22:40 Bjarni Magnússon var ósáttur með sitt lið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki upplitsdjarfur eftir þungt tap hans kvenna í Njarðvík í kvöld í Subway-deildinni, lokatölur 84-68. „Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira