Bjarni: Við vorum bara ekki þátttakendur í þessum leik Siggeir Ævarsson skrifar 22. mars 2023 22:40 Bjarni Magnússon var ósáttur með sitt lið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki upplitsdjarfur eftir þungt tap hans kvenna í Njarðvík í kvöld í Subway-deildinni, lokatölur 84-68. „Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
„Við vorum bara ekki mikið þátttakendur í þessum leik, en áfram gakk!“ Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, staðan 18-17 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu svo að setja ansi mörg stig í röð undir lok annars leikhluta og þá leit hreinlega út fyrir að Haukar væru búnir að gefa upp alla von um sigur. Bjarni var ekki sammála því mati blaðamanns, en sagði að endurtekið efni í þriðja leikhluta hefði endanlega kostað þær sigurinn. „Ég er nú svo sem ekki sammála því. En við vorum rosalega mikið á hælunum og andleysi í okkur. Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að leggja okkur fram en ég hafði samt áhyggjur af því að við myndum mæta flatar til leiks. Það er stutt í úrslitakeppnina og auðvitað erum við að keppa að öðru sætinu en það er ekkert himinn og haf þarna á milli, og sú varð raunin.“ „Þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ „En við töluðum um það í hálfleik að reyna aðeins að spýta í lófana, sýna aðeins meiri grimmd í því sem við vorum að gera og ákefð, og vera árásargjarnari á báðum endum. En þriðji leikhluti var bara „copy/paste“ af öðrum leikhluta.“ Hópurinn hjá Haukum er í þynnra lagi þessa dagana og margir lykilmenn frá vegna meiðsla. Það hlýtur að vera ákveðið áhyggjuefni, þegar úrslitakeppnin er handan við hornið? „Auðvitað vill maður hafa alla heila, klárlega. En ég hef líka sagt það áður að maður getur ekkert verið að dvelja við það. Þetta er hópurinn og við erum með góða leikmenn sem eru að spila en þær náðu bara ekki að sýna sitt rétta andlit í dag. Svo er bara annar leikur í næstu viku, hvort sem það verður sami hópur eða það komi einhverjar fleiri, það kemur bara í ljós. En við getum ekki verið að dvelja við það. Við getum bara klárlega, þótt okkur vanti einhverja leikmenn, sýnt betri leik en við gerðum í dag.“ Keira Robinson spilaði nánast allan leikinn í kvöld, 38 og hálfa mínútu. Hún skilaði vissulega drjúgu framlagi en Bjarni getur væntanlega ekki stólað á að spila henni svona mikið leik eftir leik? „Nei og ég ætlaði ekkert að spila henni alveg svona mikið í kvöld. En því miður þá voru ekkert margir aðrir leikmenn í dag sem voru á sínum leik. Ef ekki hefði verið fyrir 35 stigin frá Keiru þá hefði þetta farið náttúrulega bara miklu miklu verr. Ég saknaði framlags frá öllum hinum í byrjunarliðinu og plús það.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira