Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. mars 2023 19:00 Hákon Arnar í einum af sjö A-landsleikjum sínum. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Æfing dagsins á æfingasvæði 4. deildarliðsins Unterhaching í útjaðri München var í rólegri kantinum þar sem flestallir spiluðu með félögunum sínum um helgina. Fram undan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2024 en liðið mætir Bosníu ytra á fimmtudag og Liectenstein í Vaduz á sunnudag. Fáir koma í betra formi inn í verkefnið en Hákon hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum með FCK að undanförnu. Hann var verðlaunaður með nýjum samningi sem tilkynnt var um í dag. „Ég er glaður í Köben og líður vel þar,“ segir Hákon. Aðspurður hverju hann þakki gott form að undanförnu segir hann betri spilamennsku FCK liðsins alls hafa sitt að segja. „Það er auðveldara að spila í góðu liði, þegar liðinu gengur vel. Ég á helling af góðum liðsfélögum sem hjálpa mér og ég hjálpa þeim. Þetta er bara liðið og ég að koma okkur betur saman og spila betur sem hjálpar helling,“ Ísland geti gert vel í riðlinum „Mig langar að taka þetta form með mér [í landsleikina]. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum með hörkuhóp og erum klárir í þessa tvo leiki þar sem við þurfum að sýna hvað í okkur býr,“ „Mér finnst við búnir að bæta okkur leik og bæta helling á liðið og spila betur. Við byrjum á núlli og getum gert helling í þessum riðli,“ segir Hákon. Á pappír á Ísland miserfiða leiki fyrir höndum og hefur leik í Bosníu sem hefur líkt og Ísland gengið illa að vinna leiki að undanförnu og er á svipuðum stað. Búist er þá við sigri gegn liði Liechtenstein á sunnudag. „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna báða leiki en við sjáum hvernig leikirnir verða. Vonandi fáum við sex stig en annars fjögur. Við eigum að vinna Liectenstein og svo sjáum við hvernig leikurinn verður á móti Bosníu, þetta er mjög erfiður útivöllur,“ segir Hákon Arnar. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira