Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2023 23:00 Brighton hefur átt góðu gengi að fagna gegn Man United að undanförnu. EPA-EFE/Peter Powell Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Enn er möguleiki á Manchester-slag í úrslitum þar sem tvö stærstu liðin drógust ekki á móti hvort öðru í dag. Eflaust hefðu bæði Sheffield United og Brighton & Hove Albion viljað mætast í undanúrslitum en til að upplifa drauminn þurfa þau að slá út bæði Manchester-liðin. Manchester City kemur á fleygiferð inn í undanúrslitin eftir ótrúlegan 6-0 sigur gegn Burnley á laugardag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru á toppi ensku B-deildarinnar en næsti mótherji Man City verður liðið sem er í 2. sæti þeirrar deildar. Stóra spurningin er því í raun: Hversu mörg mörk mun Erling Braut Håland skora í leiknum? Sheffield komst hins vegar í undanúrslitin eftir heldur betur dramatískan sigur á Blackburn Rovers sem leikur einnig í B-deildinni. Lokatölur 3-2 og liðið úr Stálborginni á leiðinni á Wembley að spila við Englandsmeistarana. Brighton & Hove Albion flaug einnig inn í undanúrslitin en liðið mætti Grimsby Town fyrr í dag. Það verður seint sagt að D-deildarlið Grimsby hafi verið mikil fyrirstaða en staðan var þó aðeins 1-0 Brighton í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari sýndi úrvalsdeildarliðið klærnar og vann á endanum sannfærandi 5-0 sigur. Síðasta liðið inn í undanúrslitin var Manchester United. Liðið vann vægast sagt dramatískan 3-1 endurkomu sigur á Fulham þar sem markaskorari liðsins - Aleksandar Mitrović, Willian og Marco Silva - þjálfari liðsins, fengu allir rautt spjald á rúmlega 30 sekúndna kafla sem sneri leiknum Man United í hag. Báðir leikirnir fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og báðir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira