Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2023 21:04 Í formannsræðu sinni sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að félagsmenn VG ættu ekki að láta mótvindinn buga sig. Nú sé góð tímasetning til að staldra við og finna bestu leiðina fram á við. Vísir/Sigurjón Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. Landsfundur Vinstri grænna hófst í Hofi á Akureyri í dag en búist er við að um tvö hundruð manns sæki fundinn nú um helgina. Kosið verður til stjórnar og flokksráðs. Að minnsta kosti verður tekist á um tvö embætti í stjórn; ritara og gjaldkera. Hér er hægt að kynna sér dagskrá landsfundarins: Landsfundur VG á Akureyri Þrjátíu hafa skráð sig úr VG á síðustu tveimur dögum eða frá samþykkt útlendingarfrumvarps. Fyrsti þungavigtarfélaginn til að kveðja flokkinn var Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður. Á landsfundinum er hópur VG-liða sem ósáttur er við frumvarpið. Daníel sendir þeim þessi skilaboð. Daníel fyrrverandi varaþingmaður VG segir að það sé alvanalegt að ólík sjónarmið takist á í stjórnmálaflokki og það sé það sem landsfundargestir ættu að gera um helgina.Vísir/Einar „Látiði í ykkur heyra. Það er bara þannig. Vinstri græn er stjórnamálaflokkur og þar á að takast á, stjórnmál snúast um það. Nota rök með virðingu fyrir hvert öðru en líka að átta sig á því að stundum er bara komið nóg, eins og hjá mér. Ég fékk fólk til að ganga til liðs við mig og hreyfinguna á þeim forsendum að ég vildi bæta kjör þessa hóps og þegar hreyfingin mín gerir akkúrat öfugt þá er það bara ábyrgðarhluti hjá mér að stíga til hliðar,“ segir Daníel. Bjartur Steingrímsson, sem lengi var virkur í ungliðastarfi flokksins og á lista hans í Mosfellsbæ sagði síðan skilið við VG í dag. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Katrín segir að þingmenn VG hafi unnið að málinu af miklum heilindum og það tekið miklum breytingum að kröfu vinstri grænna. Í formannsræðu Katrínar á landsfundinum nú síðdegis stappaði hún stálinu í sitt félagsfólk nú þegar flokkurinn mælist ekki eins vel og áður. Hvetur sitt fólk til dáða Í formannsræðu sinni stappaði hún stálinu í félagsfólk sitt og hvatti það til að láta mótvindinn ekki buga sig og vísaði þar til verra gengis í skoðanakönnunum undanfarið. „Það er alltaf hætta á þreytu þegar flokkar hafi verið lengi við stjórnvölinn. Við liggjum lágt í skoðanakönnunum og finnum að mótvindurinn um þessar mundir er allnokkur. Ég hef hins vegar verið félagi í þessari hreyfingu ansi lengi – eða 21 ár – og ef ég þekki okkur rétt látum við mótvindinn ekki buga okkur. En í mótvindi getur verið gott að staldra við og leggja nýtt mat á stöðuna, finna bestu leiðina fram á við og halda svo ótrauð áfram.“ Staðan í efnahagsmálum var fyrirferðamikil í ræðu Katrínar enda stór verkefni framundan. „Verkefni númer 1, 2 og 3 núna er að ná verðbólgunni niður. Það verður einungis gert með samstilltum aðgerðum allra. Ríkistjórnin hefur beitt ríkisfjármálunum til að vinna gegn þenslunni en á sama tíma styðja þá hópa sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar og það munum við gera áfram.“ Katrín sagði hreyfinguna hafa góð áhrif á samfélagið, langt umfram stærð hennar. „Ég gæti staðið hér frameftir kvöldi og þulið upp hluti eins og þrepaskipt skattkerfi, eflingu barnabótakerfisins, eflingu almenna íbúðakerfisins, friðlýst svæði um land allt, fullfjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, ný jafnréttislög, lögin um kynrænt sjálfræði, minni skerðingar í almannatryggingakerfinu, bætta réttarstöðu brotaþola, ný lagaákvæði um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi, minni greiðsluþátttöku sjúklinga og stóreflingu heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, lög um farsæld barna sem nálgast þau málefni með algjörlega nýjum hætti í þágu barna, ný þungunarrofslöggjöf, lenging fæðingarorlofs og stytting vinnuvikunnar. Ég gæti haldið lengi áfram – en á því leikur enginn vafi að við höfum haft ómæld áhrif á samfélagið með þátttöku okkar í ríkisstjórn, langt umfram stærð okkar.“ Vinstri græn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst í Hofi á Akureyri í dag en búist er við að um tvö hundruð manns sæki fundinn nú um helgina. Kosið verður til stjórnar og flokksráðs. Að minnsta kosti verður tekist á um tvö embætti í stjórn; ritara og gjaldkera. Hér er hægt að kynna sér dagskrá landsfundarins: Landsfundur VG á Akureyri Þrjátíu hafa skráð sig úr VG á síðustu tveimur dögum eða frá samþykkt útlendingarfrumvarps. Fyrsti þungavigtarfélaginn til að kveðja flokkinn var Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður. Á landsfundinum er hópur VG-liða sem ósáttur er við frumvarpið. Daníel sendir þeim þessi skilaboð. Daníel fyrrverandi varaþingmaður VG segir að það sé alvanalegt að ólík sjónarmið takist á í stjórnmálaflokki og það sé það sem landsfundargestir ættu að gera um helgina.Vísir/Einar „Látiði í ykkur heyra. Það er bara þannig. Vinstri græn er stjórnamálaflokkur og þar á að takast á, stjórnmál snúast um það. Nota rök með virðingu fyrir hvert öðru en líka að átta sig á því að stundum er bara komið nóg, eins og hjá mér. Ég fékk fólk til að ganga til liðs við mig og hreyfinguna á þeim forsendum að ég vildi bæta kjör þessa hóps og þegar hreyfingin mín gerir akkúrat öfugt þá er það bara ábyrgðarhluti hjá mér að stíga til hliðar,“ segir Daníel. Bjartur Steingrímsson, sem lengi var virkur í ungliðastarfi flokksins og á lista hans í Mosfellsbæ sagði síðan skilið við VG í dag. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Katrín segir að þingmenn VG hafi unnið að málinu af miklum heilindum og það tekið miklum breytingum að kröfu vinstri grænna. Í formannsræðu Katrínar á landsfundinum nú síðdegis stappaði hún stálinu í sitt félagsfólk nú þegar flokkurinn mælist ekki eins vel og áður. Hvetur sitt fólk til dáða Í formannsræðu sinni stappaði hún stálinu í félagsfólk sitt og hvatti það til að láta mótvindinn ekki buga sig og vísaði þar til verra gengis í skoðanakönnunum undanfarið. „Það er alltaf hætta á þreytu þegar flokkar hafi verið lengi við stjórnvölinn. Við liggjum lágt í skoðanakönnunum og finnum að mótvindurinn um þessar mundir er allnokkur. Ég hef hins vegar verið félagi í þessari hreyfingu ansi lengi – eða 21 ár – og ef ég þekki okkur rétt látum við mótvindinn ekki buga okkur. En í mótvindi getur verið gott að staldra við og leggja nýtt mat á stöðuna, finna bestu leiðina fram á við og halda svo ótrauð áfram.“ Staðan í efnahagsmálum var fyrirferðamikil í ræðu Katrínar enda stór verkefni framundan. „Verkefni númer 1, 2 og 3 núna er að ná verðbólgunni niður. Það verður einungis gert með samstilltum aðgerðum allra. Ríkistjórnin hefur beitt ríkisfjármálunum til að vinna gegn þenslunni en á sama tíma styðja þá hópa sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar og það munum við gera áfram.“ Katrín sagði hreyfinguna hafa góð áhrif á samfélagið, langt umfram stærð hennar. „Ég gæti staðið hér frameftir kvöldi og þulið upp hluti eins og þrepaskipt skattkerfi, eflingu barnabótakerfisins, eflingu almenna íbúðakerfisins, friðlýst svæði um land allt, fullfjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, ný jafnréttislög, lögin um kynrænt sjálfræði, minni skerðingar í almannatryggingakerfinu, bætta réttarstöðu brotaþola, ný lagaákvæði um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi, minni greiðsluþátttöku sjúklinga og stóreflingu heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, lög um farsæld barna sem nálgast þau málefni með algjörlega nýjum hætti í þágu barna, ný þungunarrofslöggjöf, lenging fæðingarorlofs og stytting vinnuvikunnar. Ég gæti haldið lengi áfram – en á því leikur enginn vafi að við höfum haft ómæld áhrif á samfélagið með þátttöku okkar í ríkisstjórn, langt umfram stærð okkar.“
Vinstri græn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25
„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54