Sádi-Aröbum ekki hleypt inn á HM kvenna í fótbolta þrátt fyrir gylliboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2023 10:32 Hin bandaríska Alex Morgan var ein af þeim sem talaði gegn því að Sádarnir fengju að styrkja HM kvenna í fótbolta í ár. Getty/Mikoaj Barbanell Alþjóða knattspyrnusambandið hætti við fáránleikann og lét undan pressunni þegar sambandið ákvað að taka ekki tilboði frá Sádi-Arabíu um að vera einn af styrktaraðilum heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta í sumar. Gianni Infantino, forseti FIFA, gaf þetta út í gær en lokaði samt ekki um leið á það að Sádi-Arabar muni styrkja kvennafótboltann í næstu framtíð. FIFA is expected to drop plans to make Visit Saudi a sponsor for the 2023 Women s World Cup in Australia and New Zealand following a backlash led by women s players.More from @mjshrimper— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það urðu mjög hörð viðbrögð við því þegar fréttist að Sádi-Arabía yrði einn af styrktaraðilunum á HM kvenna 2023 enda landið þekkt fyrir allt annað en að vilja upphefja eða hjálpa konum sínum að ná frama í sínu lífi. Þvert á móti og aðeins fyrir nokkrum árum máttu konur ekki einu sinni koma inn á knattspyrnuvelli eða keyra sjálfar á völlinn. Konur ráða hreinlega ekki yfir lífi sínu heldur þurfa þær að lúta forsjá karlmanns. Visit Saudi, ferðamannastofa landsins, ætlaði að auka sýnileika sinn á meðan keppninni stóð sem og vinna í breyttri ímynd og borga FIFA fyrir það væna upphæð. Knattspyrnukonur heimsins voru sérstaklega óánægðar með þessar fréttir enda þær sjálfar réttminni einstaklingar þegar þær heimsækja Sádi-Arabíu. Infantino bauð hins vegar upp á dæmigerða skýringu frá sér þegar kemur að því að verja lönd sem eru uppvís af ítrekuðu mannréttindabrotum. Fantastic news! After the public backlash, Saudi Arabia won't sponsor the upcoming women's World Cup in Australia & NZThanks to the athletes & @FootballAUS for speaking up! @hrwhttps://t.co/fRh0USl046— Sophie McNeill (@Sophiemcneill) March 17, 2023 „Það voru viðræður í gangi við Visit Saudi en við náðum ekki samkomulagi á endanum. Þetta var því stormur í vatnsglasi,“ sagði Gianni Infantino eftir að hann var endurkjörinn forseti FIFA án mótframboðs. „FIFA eru samt samtök með 211 löndum. Það er ekkert að því að taka við styrkjum frá Sádi-Arabíu, Kína, Bandaríkjunum, Brasilíu eða Indlandi,“ sagði Infantino. Hann fór síðan í sína venjubundnu söguskýringu. „Þegar kemur að Ástralíu þá eru þeir í viðskiptum við Sádí Arabíu á hverju ári sem eru 1,5 milljarða dollara virði. Þá er ekkert vandamál,“ sagði Infantino. Ástralía heldur HM ásamt Nýja-Sjálandi og báðir gestgjafarnir voru á móti því að Sádarnir kæmu inn. Það má þó ekki líta fram hjá því að þetta er á réttri leið þótt hægt gangi. Í júní árið 2018 var akstursbanni kvenna aflétt og í ágúst 2019 fengu konur aukið ferðafrelsi án samþykkis karlkyns forráðamanns og rétt til að skrá hjónaband, skilnað, fæðingu og dauðsfall. Ekki eru þetta eintómir smásigrar því að um sama leyti og eftir að akstursbanni kvenna var aflétt voru helstu baráttukonur fyrir réttindum kvenna í Sádi-Arabíu handteknar fyrir baráttu sína. U.S. women's national team forward Alex Morgan spoke out against #FIFA possibly bringing on Visit Saudi -- the official tourism authority for the kingdom of Saudi Arabia -- as a sponsor of the 2023 #FIFAWomensWorldCuphttps://t.co/2OGeXWmq3T#football #ESPNCaribbean pic.twitter.com/dVqGy3fRkf— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) February 10, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Gianni Infantino, forseti FIFA, gaf þetta út í gær en lokaði samt ekki um leið á það að Sádi-Arabar muni styrkja kvennafótboltann í næstu framtíð. FIFA is expected to drop plans to make Visit Saudi a sponsor for the 2023 Women s World Cup in Australia and New Zealand following a backlash led by women s players.More from @mjshrimper— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það urðu mjög hörð viðbrögð við því þegar fréttist að Sádi-Arabía yrði einn af styrktaraðilunum á HM kvenna 2023 enda landið þekkt fyrir allt annað en að vilja upphefja eða hjálpa konum sínum að ná frama í sínu lífi. Þvert á móti og aðeins fyrir nokkrum árum máttu konur ekki einu sinni koma inn á knattspyrnuvelli eða keyra sjálfar á völlinn. Konur ráða hreinlega ekki yfir lífi sínu heldur þurfa þær að lúta forsjá karlmanns. Visit Saudi, ferðamannastofa landsins, ætlaði að auka sýnileika sinn á meðan keppninni stóð sem og vinna í breyttri ímynd og borga FIFA fyrir það væna upphæð. Knattspyrnukonur heimsins voru sérstaklega óánægðar með þessar fréttir enda þær sjálfar réttminni einstaklingar þegar þær heimsækja Sádi-Arabíu. Infantino bauð hins vegar upp á dæmigerða skýringu frá sér þegar kemur að því að verja lönd sem eru uppvís af ítrekuðu mannréttindabrotum. Fantastic news! After the public backlash, Saudi Arabia won't sponsor the upcoming women's World Cup in Australia & NZThanks to the athletes & @FootballAUS for speaking up! @hrwhttps://t.co/fRh0USl046— Sophie McNeill (@Sophiemcneill) March 17, 2023 „Það voru viðræður í gangi við Visit Saudi en við náðum ekki samkomulagi á endanum. Þetta var því stormur í vatnsglasi,“ sagði Gianni Infantino eftir að hann var endurkjörinn forseti FIFA án mótframboðs. „FIFA eru samt samtök með 211 löndum. Það er ekkert að því að taka við styrkjum frá Sádi-Arabíu, Kína, Bandaríkjunum, Brasilíu eða Indlandi,“ sagði Infantino. Hann fór síðan í sína venjubundnu söguskýringu. „Þegar kemur að Ástralíu þá eru þeir í viðskiptum við Sádí Arabíu á hverju ári sem eru 1,5 milljarða dollara virði. Þá er ekkert vandamál,“ sagði Infantino. Ástralía heldur HM ásamt Nýja-Sjálandi og báðir gestgjafarnir voru á móti því að Sádarnir kæmu inn. Það má þó ekki líta fram hjá því að þetta er á réttri leið þótt hægt gangi. Í júní árið 2018 var akstursbanni kvenna aflétt og í ágúst 2019 fengu konur aukið ferðafrelsi án samþykkis karlkyns forráðamanns og rétt til að skrá hjónaband, skilnað, fæðingu og dauðsfall. Ekki eru þetta eintómir smásigrar því að um sama leyti og eftir að akstursbanni kvenna var aflétt voru helstu baráttukonur fyrir réttindum kvenna í Sádi-Arabíu handteknar fyrir baráttu sína. U.S. women's national team forward Alex Morgan spoke out against #FIFA possibly bringing on Visit Saudi -- the official tourism authority for the kingdom of Saudi Arabia -- as a sponsor of the 2023 #FIFAWomensWorldCuphttps://t.co/2OGeXWmq3T#football #ESPNCaribbean pic.twitter.com/dVqGy3fRkf— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) February 10, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira