Henry hafnaði franska kvennalandsliðinu og hefur áhuga á bandaríska karlaliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 07:11 Thierry Henry er sagður hafa áhuga á að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur hafnað boði um að taka við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann er sagður hafa áhuga á því að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári. Franski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári.
Franski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn