„Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 21:30 Þórdís hefur ekki fengið nein svör um hvenær 16 mánaða sonur hennar komist inn á leikskóla. Aðsend Fjögurra manna fjölskylda neyddist til að flytja úr íbúð sinni og leigja hana út til að ná endum saman, þar sem yngsta barnið kemst ekki inn á leikskóla. Foreldrar segja nóg komið af innantómum yfirlýsingum og krefjast tafarlausra aðgerða. Mótmæli hafa verið boðuð á ný í næstu viku. Áform sem Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári um opnun sjö nýrra leikskóla auk þess sem börn frá tólf mánaða aldri áttu að fá pláss gengu ekki eftir. Mörg hundruð börn eru á biðlista og aukinnar örvæntingar gætir hjá ráðalausum foreldrum. Boðað var til mótmæla í morgun við ráðhúsið. Ein þeirra sem mætti til að mótmæla í Ráðhúsinu í morgun er Þórdís Ólöf, móðir Ævars Nonna, 16 mánaða. Átta mánuðir eru síðan fæðingarorlofið kláraðist og hafa Þórdís og maðurinn hennar þurft að brúa bilið síðan. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Aðsend Fjölskyldan neyddist til að flytja úr íbúðinni sinni og leigja hana út til að ná endum saman. „Þetta gengur auðvitað ekki upp fjárhagslega fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þannig að við búum núna í íbúð sem foreldrar mínir leigja okkur ódýrt. Hún er 34 fermetrar, við erum fjögur og erum að leigja okkar íbúð út á airbnb af því við sjáum ekki fram á að geta staðið straum af tekjum með einum launatjékka,“ segir Þórdís. Upphaflega ætluðu þau sér aðeins að leigja íbúðina í þrjá mánuði en vegna þess að Ævar Nonni fær hvergi dagvistun hefur sá tími sífellt lengst og óvissa varðandi framhaldið er mikil. „Dagarnir sem við megum leigja út eru búnir núna um páskana og þá þurfum við að ákveða hvort við ætlum að setja þetta í langtímaútleigu og búa áfram í 34 fermetrum eða hvort við munum flytja aftur inn.“ Þetta er rosalega streituvaldandi og kvíðavaldandi og staða sem ég óska ekki neinum að vera í. „ Það er mikið um stór loforð og langtímaáætlanir en hvað verður gert fyrir svona fólk eins og mig, sem er bara í rosalega viðkvæmri stöðu? Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur.“ Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Áform sem Reykjavíkurborg kynnti á síðasta ári um opnun sjö nýrra leikskóla auk þess sem börn frá tólf mánaða aldri áttu að fá pláss gengu ekki eftir. Mörg hundruð börn eru á biðlista og aukinnar örvæntingar gætir hjá ráðalausum foreldrum. Boðað var til mótmæla í morgun við ráðhúsið. Ein þeirra sem mætti til að mótmæla í Ráðhúsinu í morgun er Þórdís Ólöf, móðir Ævars Nonna, 16 mánaða. Átta mánuðir eru síðan fæðingarorlofið kláraðist og hafa Þórdís og maðurinn hennar þurft að brúa bilið síðan. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Þórdís skráði sig í nám eftir fæðingarorlof til að eiga rétt á námslánum. Hún kláraði námið og byrjaði að vinna í janúar. Maðurinn hennar er nú launalaus heima með barnið. Aðsend Fjölskyldan neyddist til að flytja úr íbúðinni sinni og leigja hana út til að ná endum saman. „Þetta gengur auðvitað ekki upp fjárhagslega fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þannig að við búum núna í íbúð sem foreldrar mínir leigja okkur ódýrt. Hún er 34 fermetrar, við erum fjögur og erum að leigja okkar íbúð út á airbnb af því við sjáum ekki fram á að geta staðið straum af tekjum með einum launatjékka,“ segir Þórdís. Upphaflega ætluðu þau sér aðeins að leigja íbúðina í þrjá mánuði en vegna þess að Ævar Nonni fær hvergi dagvistun hefur sá tími sífellt lengst og óvissa varðandi framhaldið er mikil. „Dagarnir sem við megum leigja út eru búnir núna um páskana og þá þurfum við að ákveða hvort við ætlum að setja þetta í langtímaútleigu og búa áfram í 34 fermetrum eða hvort við munum flytja aftur inn.“ Þetta er rosalega streituvaldandi og kvíðavaldandi og staða sem ég óska ekki neinum að vera í. „ Það er mikið um stór loforð og langtímaáætlanir en hvað verður gert fyrir svona fólk eins og mig, sem er bara í rosalega viðkvæmri stöðu? Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur.“
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46
Foreldrar krefjast svara frá borginni: „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand“ Neyðarástand blasir við í leikskólamálum að sögn foreldris barns á leikskólaaldri. Úthlutun leikskólaplássa hófst í dag en takmörkuð mönnun og framkvæmdir hafa áhrif á hversu mörg börn komast að eftir sumarið. Stór hópur foreldra hefur tekið höndum saman og krefur borgina um skýr svör eftir innantóm loforð. Staðan sé óviðunandi. 14. mars 2023 14:00
Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13. mars 2023 13:51
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda