Tottenham goðsagnir hafa eftir allt saman verið Man City aðdáendur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 11:02 Teddy Sheringham og Glenn Hoddle spiluðu báðir fyrir Tottenham en í grunninn eru þeir Manchester City aðdéndur. Eða hvað? Steve Bardens/Getty Images Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár. Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Það þarf ekkert að fara eins og köttur um heitan graut þegar kemur að rígnum á milli Tottenham og Arsenal. „Mind the gap“ og allt það. Stuðningsfólk liðanna elskar að pota í hvort annað og vera með almenn leiðindi ef öðru gengur vel en hinu illa. Undanfarin ár hefur Tottenham haft betur í baráttunni um Norður-Lundúnir en Skytturnar eru án alls efa betra liðið í dag. Ekki nóg með það heldur virðast þær vera besta lið Englands. Það hefur leitt af sér að ótrúlegustu menn eru farnir að halda með Manchester City. Sumir þeirra ganga enn lengra og hafa sogið inn í sig allt sem tengist því að vera stuðningsmaður Man City. With the title race going down to the wire, we asked some Spurs legends who they want to win the league 18+ BeGambleAware pic.twitter.com/dDZpe8M26b— Paddy Power (@paddypower) March 13, 2023 Má þar nefna Glenn Hoddle en hann spilaði á sínum tíma 377 leiki fyrir Tottenham og skoraði 88 mörk. Hann var svo þjálfari Tottenham frá 2001 til 2003. Hoddle lék einnig 53 A-landsleiki fyrir Englandshönd sem og hann þjálfaði liðið frá 1996 til 1999. Teddy Sheringham er annar. Hann spilaði fyrir Tottenham frá 1992 til 1997 og svo aftur frá 2001 til 2003. Spilaði hann 236 leiki á þeim tíma og skoraði 97 mörk. Þá lék hann 51 leik fyrir Englands hönd. Hinn 56 ára gamli Sheringham virðist í dag mikill aðdáandi tónlistarmannsins Liam Gallagher sem gerði garði frægan með bróðir sinum í hljómsveitinni Oasis á sínum tíma. Gallagher-bræðurnir eru miklir aðdáendur Man City og virðist sem Sheringham sé það líka, þó svo að hann hafi lengi vel spilað og unnið titla með Manchester United. Teddy Sheringham goes Mad Fer It!! - Paddy Power pic.twitter.com/e0Zm5XNDsz— Anything Oasis Official (@AnythingOasis) March 15, 2023 Gerry Francis náði aldrei að spila með Tottenham en hann stýrði liðinu frá 1994 til 1997. Hann, líkt og tvíeykið hér að ofan, var þó eftir allt saman aðdáandi Manchester City frá unga aldri. Að lokum er það Darren Anderton. Hann lék með Tottenham frá 1992 til 2004 ásamt því að spila 30 leiki fyrir A-landslið Englands. Hann segist í raun ekki halda með Man City, hann hefur bara einfaldlega hata Arsenal. Arsenal er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 66 stig, fimm stigum meira en Man City í 2. sætinu. Tottenham situr í 4. sæti með 47 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira