FIFPRO pressar á FIFA: „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 10:31 Bandarísku landsliðskonurnar fagna sigri á HM 2019 en Bandaríkin fékk fjóra milljón dollara fyrir sigurinn á meðan karlalið Argentínu fékk 42 milljónir dollara fyrir sigurinn á HM 2022. Getty/Mikoaj Barbanell Alþjóða leikmannasamtökin FIFPRO, kalla nú formlega eftir því að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, jafni aðstöðu og almennan hlut kvenna á heimsmeistaramótum miðað við hvað karlpeningurinn fær að njóta á samskonar mótum. FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær. HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær.
HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira