Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segist fagna öllu samstarfi. Sameining Ölfuss og Hveragerðisbæjar sé þó ekki á dagskrá núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Vísir/Egill Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju. Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, sagði í aðsendri grein á Vísi í dag að sameining sveitarfélaganna væri af hinu góða. Með henni yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining, sem styrkja myndi lýðræði og bæta þjónustu til allra íbúa. „Í raun er Ölfus allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög [...] Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag,“ sagði Njörður. Íbúar í Ölfusi sæki til að mynda skóla í Hveragerðisbæ, stundi þar íþróttir og afþreyingu. Staðan mjög ólík Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir í samtali við fréttastofu að sameiningin hafi verið skoðuð fyrir einhverjum árum síðan. Þá hafi þáverandi bæjarstjórn Ölfuss fellt tillöguna en Hveragerðisbær samþykkt. „Rekstrarleg staða þessara tveggja sveitarfélaga er mjög ólík. Það er mjög þungur rekstur í Hveragerði með miklum halla á meðan að það er umtalsverður rekstrarafgangur í sveitarfélaginu Ölfusi. Innviðir í Ölfusi eru líka mjög sterkir og minni kannski fjárfestingarþörf þar heldur en í Hveragerði. Og þar af leiðandi er skuldastaða í sveitarfélögunum mjög ólík. Þannig að þrátt fyrir að landfræðilega liggjum við náttúrulega mjög nálægt, og Hveragerði í raun inni í Ölfusinu, þá er staða þeirra mjög ólík.“ Elliði segir samstarf milli sveitarfélaganna mikilvægt. Sjálfsagt sé að fara yfir og skoða hvað sameining skili hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Eins og staðan sé í dag hafi bæjarstjórn Ölfuss ekki skoðað málið sérstaklega. „Það kann alveg að vera svo að um þetta verði einhvern tímann kosið. Ég er búinn að sitja alla bæjarstjórnarfundi nánast síðustu fimm árin og það hefur ekki verið minnst á það í eitt skipti. Það er sjálfsagt að skoða alla hagsmuni í málinu,“ segir Elliði. Sveitarfélagið sé ávallt opið fyrir samstarfi. Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, sagði í aðsendri grein á Vísi í dag að sameining sveitarfélaganna væri af hinu góða. Með henni yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining, sem styrkja myndi lýðræði og bæta þjónustu til allra íbúa. „Í raun er Ölfus allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög [...] Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag,“ sagði Njörður. Íbúar í Ölfusi sæki til að mynda skóla í Hveragerðisbæ, stundi þar íþróttir og afþreyingu. Staðan mjög ólík Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir í samtali við fréttastofu að sameiningin hafi verið skoðuð fyrir einhverjum árum síðan. Þá hafi þáverandi bæjarstjórn Ölfuss fellt tillöguna en Hveragerðisbær samþykkt. „Rekstrarleg staða þessara tveggja sveitarfélaga er mjög ólík. Það er mjög þungur rekstur í Hveragerði með miklum halla á meðan að það er umtalsverður rekstrarafgangur í sveitarfélaginu Ölfusi. Innviðir í Ölfusi eru líka mjög sterkir og minni kannski fjárfestingarþörf þar heldur en í Hveragerði. Og þar af leiðandi er skuldastaða í sveitarfélögunum mjög ólík. Þannig að þrátt fyrir að landfræðilega liggjum við náttúrulega mjög nálægt, og Hveragerði í raun inni í Ölfusinu, þá er staða þeirra mjög ólík.“ Elliði segir samstarf milli sveitarfélaganna mikilvægt. Sjálfsagt sé að fara yfir og skoða hvað sameining skili hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Eins og staðan sé í dag hafi bæjarstjórn Ölfuss ekki skoðað málið sérstaklega. „Það kann alveg að vera svo að um þetta verði einhvern tímann kosið. Ég er búinn að sitja alla bæjarstjórnarfundi nánast síðustu fimm árin og það hefur ekki verið minnst á það í eitt skipti. Það er sjálfsagt að skoða alla hagsmuni í málinu,“ segir Elliði. Sveitarfélagið sé ávallt opið fyrir samstarfi.
Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01