Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 20:17 Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segist fagna öllu samstarfi. Sameining Ölfuss og Hveragerðisbæjar sé þó ekki á dagskrá núverandi meirihluta bæjarstjórnar. Vísir/Egill Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju. Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, sagði í aðsendri grein á Vísi í dag að sameining sveitarfélaganna væri af hinu góða. Með henni yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining, sem styrkja myndi lýðræði og bæta þjónustu til allra íbúa. „Í raun er Ölfus allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög [...] Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag,“ sagði Njörður. Íbúar í Ölfusi sæki til að mynda skóla í Hveragerðisbæ, stundi þar íþróttir og afþreyingu. Staðan mjög ólík Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir í samtali við fréttastofu að sameiningin hafi verið skoðuð fyrir einhverjum árum síðan. Þá hafi þáverandi bæjarstjórn Ölfuss fellt tillöguna en Hveragerðisbær samþykkt. „Rekstrarleg staða þessara tveggja sveitarfélaga er mjög ólík. Það er mjög þungur rekstur í Hveragerði með miklum halla á meðan að það er umtalsverður rekstrarafgangur í sveitarfélaginu Ölfusi. Innviðir í Ölfusi eru líka mjög sterkir og minni kannski fjárfestingarþörf þar heldur en í Hveragerði. Og þar af leiðandi er skuldastaða í sveitarfélögunum mjög ólík. Þannig að þrátt fyrir að landfræðilega liggjum við náttúrulega mjög nálægt, og Hveragerði í raun inni í Ölfusinu, þá er staða þeirra mjög ólík.“ Elliði segir samstarf milli sveitarfélaganna mikilvægt. Sjálfsagt sé að fara yfir og skoða hvað sameining skili hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Eins og staðan sé í dag hafi bæjarstjórn Ölfuss ekki skoðað málið sérstaklega. „Það kann alveg að vera svo að um þetta verði einhvern tímann kosið. Ég er búinn að sitja alla bæjarstjórnarfundi nánast síðustu fimm árin og það hefur ekki verið minnst á það í eitt skipti. Það er sjálfsagt að skoða alla hagsmuni í málinu,“ segir Elliði. Sveitarfélagið sé ávallt opið fyrir samstarfi. Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Hveragerði, sagði í aðsendri grein á Vísi í dag að sameining sveitarfélaganna væri af hinu góða. Með henni yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining, sem styrkja myndi lýðræði og bæta þjónustu til allra íbúa. „Í raun er Ölfus allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög [...] Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag,“ sagði Njörður. Íbúar í Ölfusi sæki til að mynda skóla í Hveragerðisbæ, stundi þar íþróttir og afþreyingu. Staðan mjög ólík Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir í samtali við fréttastofu að sameiningin hafi verið skoðuð fyrir einhverjum árum síðan. Þá hafi þáverandi bæjarstjórn Ölfuss fellt tillöguna en Hveragerðisbær samþykkt. „Rekstrarleg staða þessara tveggja sveitarfélaga er mjög ólík. Það er mjög þungur rekstur í Hveragerði með miklum halla á meðan að það er umtalsverður rekstrarafgangur í sveitarfélaginu Ölfusi. Innviðir í Ölfusi eru líka mjög sterkir og minni kannski fjárfestingarþörf þar heldur en í Hveragerði. Og þar af leiðandi er skuldastaða í sveitarfélögunum mjög ólík. Þannig að þrátt fyrir að landfræðilega liggjum við náttúrulega mjög nálægt, og Hveragerði í raun inni í Ölfusinu, þá er staða þeirra mjög ólík.“ Elliði segir samstarf milli sveitarfélaganna mikilvægt. Sjálfsagt sé að fara yfir og skoða hvað sameining skili hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Eins og staðan sé í dag hafi bæjarstjórn Ölfuss ekki skoðað málið sérstaklega. „Það kann alveg að vera svo að um þetta verði einhvern tímann kosið. Ég er búinn að sitja alla bæjarstjórnarfundi nánast síðustu fimm árin og það hefur ekki verið minnst á það í eitt skipti. Það er sjálfsagt að skoða alla hagsmuni í málinu,“ segir Elliði. Sveitarfélagið sé ávallt opið fyrir samstarfi.
Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. 15. mars 2023 17:01